Samlokufundur um lífeyrismál

Kynning á nýjum lögum og almenn umræða um lífeyrismál.

  • 24.11.2022, 12:00 - 13:00, Engjateigur 9 - vefútsending

Á Samlokufundi fimmtudaginn 24. nóvember kl. 12 – 13 mun Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins fjalla um lífeyrismál og kynna sérstaklega áhrif breyttra reglna um séreignarlífeyri á greiðslur frá Tryggingastofnun. Gunnar mun fara yfir forsögu málsins, aðdraganda lagabreytinganna og áhrif þeirra á sjóðfélaga. Einnig gefst tækifæri til að ræða við Gunnar um lífeyrismál almennt.

Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Að venju fá félagsmenn VFÍ samlokur og drykki án endurgjalds.

Streymi

Streymt verður frá fundinum og verður hægt að nálgast hlekkinn á vef VFÍ og á Facebooksíðu félagsins . Í boði verður að senda spurningar í gegnum spjallið á rásinni á meðan á viðburðinum stendur. (Ef smellt er á Vimeo merkið neðst til hægri, birtist skjár með spjallinu hægra megin).

Eins og kom fram í frétt í Morgunblaðinu 16. nóvember s.l. munu greiðslur vegna séreignarlífeyris nú teljast til tekna við útreikning á ellilífeyri og tekjutryggingu örorkulífeyris hjá þeim sem byrja að taka lífeyri hjá Tryggingastofnun eftir næstu áramót. Breytingin hefur fyrst og fremst áhrif á þau sem hafa greitt skyldubundin iðgjöld í séreignarsjóði hjá Almenna lífeyrissjóðnum, Lífsverki, Frjálsa lífeyrissjóðnum, Íslenska lífeyrissjóðnum og Lífeyrissjóði Tannlæknafélags Íslands. Einnig getur breytingin haft áhrif á þau sem ráðstöfuðu hluta af sínu skyldubundna iðgjaldi í tilgreinda séreign sem lífeyrissjóðir hafa boðið upp á frá árinu 2016. 


  • 24.11.2022, 12:00 - 13:00, Engjateigur 9 - vefútsending

Á Samlokufundi fimmtudaginn 24. nóvember kl. 12 – 13 mun Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins fjalla um lífeyrismál og kynna sérstaklega áhrif breyttra reglna um séreignarlífeyri á greiðslur frá Tryggingastofnun. Gunnar mun fara yfir forsögu málsins, aðdraganda lagabreytinganna og áhrif þeirra á sjóðfélaga. Einnig gefst tækifæri til að ræða við Gunnar um lífeyrismál almennt.

Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Að venju fá félagsmenn VFÍ samlokur og drykki án endurgjalds.

Streymi

Streymt verður frá fundinum og verður hægt að nálgast hlekkinn á vef VFÍ og á Facebooksíðu félagsins . Í boði verður að senda spurningar í gegnum spjallið á rásinni á meðan á viðburðinum stendur. (Ef smellt er á Vimeo merkið neðst til hægri, birtist skjár með spjallinu hægra megin).

Eins og kom fram í frétt í Morgunblaðinu 16. nóvember s.l. munu greiðslur vegna séreignarlífeyris nú teljast til tekna við útreikning á ellilífeyri og tekjutryggingu örorkulífeyris hjá þeim sem byrja að taka lífeyri hjá Tryggingastofnun eftir næstu áramót. Breytingin hefur fyrst og fremst áhrif á þau sem hafa greitt skyldubundin iðgjöld í séreignarsjóði hjá Almenna lífeyrissjóðnum, Lífsverki, Frjálsa lífeyrissjóðnum, Íslenska lífeyrissjóðnum og Lífeyrissjóði Tannlæknafélags Íslands. Einnig getur breytingin haft áhrif á þau sem ráðstöfuðu hluta af sínu skyldubundna iðgjaldi í tilgreinda séreign sem lífeyrissjóðir hafa boðið upp á frá árinu 2016.