Sjálfkeyrandi bílar
Fyrirlestur á vegum IEEE á Íslandi og VFÍ
Dr. Rahul Razdan, sem starfar við Tækniháskólann í Flórída, flytur erindi um sjálfkeyrandi bíla, stöðu þeirra í dag, álitamál sem koma upp við notkun slíkra bíla og þróun tækninnar.
Fyrirlesturinn verður fimmtudaginn 17. ágúst kl. 16 í stofu 157 VR II (Hjarðarhaga 4-6) við Háskóla Íslands.
Rahul Razdan lauk doktorsprófi í tölvunarfræði frá Harvard háskóla og MS og BS prófum í rafmagnsverkfræði frá Carnegie Mellon háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað um áratuga skeið við háskóla og í atvinnulífinu utan þeirra. Hann hefur komið að stofnun sprotafyrirtækja og stjórnun fyrirtækja á Fortune 500 listanum. Dr. Razdan tók þátt í þróun Alpha örgjörvans hjá Digital Equipment Corporation og eftir hann eru 24 einkaleyfi auk fjölda greina og fyrirlestra.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.