Skemmtiferð um heiminn á vængjum stærðfræðinnar
Námskeið Tölvu- og stærðfræðiþjónustunnar í samstarfi við VFÍ.
Bráðskemmtilegt
námskeið
um notkun
stærðfræðinnar
í daglegu
lífi
og
tengingu hennar
við
arkitektúr
og
fegurð
náttúrunnar. Tilgangur námskeiðsins er að styrkja sjálftraust og sjálfsöryggi þátttakenda og auka meðvitund um eigin færni. Fyrirlesari er Einar Steingrímsson, prófessor í stærðfræði.
Athugið að námskeiðið er styrkthæft hjá starfsmenntunarsjóðum VFÍ. Styrkur fer eftir einstaklingsbundnum réttindum sjóðfélaga.
Þátttakendum er kennt að nota gervigreindarforritið Alpha til að leysa algeng verkefni í stærðfræði og rökfræði og tengingu hennar við fegurð náttúrunnar.
Gamall ótti og minnimáttarkennd við stærðfræðina er kveðinn í kútinn og í staðinn kemur öryggiskennd og ánægjuleg „Aha...!" tilfinning þegar þátttakendur uppgötva að þeir geta leyst algeng verkefni sem áður voru lokuð bók.
Með námskeiðinu fylgir bókin Skemmtiferð um heiminn á vængjum stærðfræðinnar og þátttakendur geta notað bókina til að kenna börnum sínum þessa undraverðu tækni.
Námskeiðið verður haldið mánudaginn 27. febrúar kl. 14 - 16 í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9.
Námskeiðið kostar kr. 18.800.-
Skráning er með tölvupósti: tilkynningar@verktaekni.is
Nánari upplýsingar veitir Ellert Ólafsson í síma: 694 8536.
Um fyrirlesarann
Einar Steingrímsson prófessor er skemmtilegur fyrirlesari og útskýrir á sinn líflega hátt notkun stærðfræðinnar í nútíma þjóðfélagi. Einar hefur kennt í háskólum á Íslandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Bretlandi og gjörþekkir gagnsemi stærðfræðinnar.