Afmælishátíð Almenna lífeyrissjóðsins
Afmælisboð Almenna lífeyrissjóðsins
Á árinu 2025 minnist Almenni lífeyrissjóðurinn þess að Lífeyrissjóður Tæknifræðingafélags Íslands var stofnaður þann 4. maí 1965 en hann er elstur forvera Almenna. Afmælisins verður minnst með ýmsum hætti en fimmtudaginn 8. maí verður sérstakur afmælisviðburður fyrir tæknifræðinga og verkfræðinga á skrifstofu sjóðsins á Dalvegi 30, 201 Kópavogi.
Tími: Fimmtudaginn 8. maí kl. 16:30-18:30.
Staður: Skrifstofa Almenna lífeyrissjóðsins, Dalvegi 30, 2. hæð.
Vinsamlega skráið þátttöku hér fyrir neðan.
Dagskrá: Húsið opnað. Tekið á móti gestum.
- Sigríður Magnúsdóttir, formaður stjórnar, býður gesti velkomna og rifjar upp nokkra áfanga úr sögu sjóðsins.
- Tæknihúsið Dalvegi 30. Stutt kynning og skoðunarferð með áherslu á tæknilegar lausnir í nýju skrifstofuskrifstofuhúsnæði sem hýsir skrifstofu Almenna og fleiri.
- Hvaða ávöxtunarkostir eru í boði fyrir séreignina mína? Hvað geri ég þegar kemur að úttekt? Örnámskeið fyrir þá sem vilja nýta ferðina.
- Veitingar og spjall.
Athugið að allir félagsmenn í Verkfræðingafélagi Íslands og sérstaklega sjóðfélagar í Almenna lífeyrissjóðnum með tæknifræðimenntun eru boðnir velkomnir.