Borgarsamgöngur til framtíðar - Hlekkur á streymi

Málþing á vegum Verkfræðingafélags Íslands.

  • 2.2.2023, 8:30 - 10:00, Hilton Reykjavík Nordica

Umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur stigmagnast á undanförnum árum með tilheyrandi töfum, hávaða og mengun. Er kominn tími til að hugsa okkar daglegu samgöngur upp á nýtt? Verkfræðingafélag Íslands býður til málþings þar sem framtíðarsýn ríkis og borgar og eins stærsta vinnustaðar í borginni verður kynnt. - Og ekki síst; á málþinginu gefst tækifæri til að ræða málin og skiptast á skoðunum.

Málþing Verkfræðingafélags Íslands fimmtudaginn 2. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, salur H - I (annarri hæð). Kl. 8:30 – 10:00. - Húsið opnar kl. 8 með léttum morgunverði. Málþingið verður í beinu streymi.

Streymi

Dagskrá:

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins - verkefni og fjármögnun.
Þröstur Guðmundsson, forstöðumaður verkefna og áætlana hjá Betri samgöngum.

Viðfangsefni í borgarsamgöngum.
Þorsteinn Hermannsson, forstöðumaður þróunar hjá Betri samgöngum.

Framtíðarsýn um svæði Háskóla Íslands. Borgarlínan - "Green Campus"
Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor við umhverfis- og verkfræðideild Háskóla Íslands.

Fundarstjóri: Lilja Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur, sviðsstjóri hjá VSB verkfræðistofu.

Málþingið er skipulagt af Deild stjórnenda og sjálfstætt starfandi í VFÍ. 

Verið velkomin. - Ókeypis aðgangur.

Til að auðvelda undirbúning og koma í veg fyrir matarsóun biðjum við ykkur að skrá þátttöku, eigi síðar en fyrir hádegi á miðvikudaginn.


Skráning á viðburð

Þátttakandi

Til að fyrirbyggja ruslpóst: