Hvernig aukum við gæði í byggingariðnaðinum?

Málþing á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 28. febrúar 2024.

  • 28.2.2024, 13:00 - 16:00, Hilton Reykjavík Nordica

Málþing á vegum Verkfræðingafélags Íslands. Velt verður upp spurningunni hvernig unnt sé að auka gæði í byggingariðnaðinum á Íslandi sem er brýnt úrlausnarefni. Tilefni málþingsins er meðal annars grein eftir Svönu Helen Björnsdóttur, formann VFÍ um nauðsyn byggingarrannsókna á Íslandi. Greinin birtist í Morgunblaðinu og á vef VFÍ og vakti athygli.

Streymi frá málþinginu.

Á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13-16, salur B, fyrstu hæð. Málþingið verður í beinu streymi.  Þau sem hyggjast mæta á staðinn eru vinsamlega beðin um að skrá sig hér neðst á síðunni.

Dagskrá:

13:00 Setning.
Páll Á. Jónsson formaður Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi í VFÍ.

13:10 Inngangserindi/Hugvekja.
Björn Marteinsson byggingarverkfræðingur.

13:30 Hvert er stefnunni heitið?
Indriði Níelsson byggingarverkfræðingur, Verkís.

13:50 Betri hönnun- hækkum rána.
Ágúst Pálsson, sérfræðingur hjá HMS.

14:10 Kaffihlé.

14:30 Mikilvægi góðrar hljóðvistar.
Ólafur Hjálmarsson verkfræðingur hjá Trivium ráðgjöf.

14:50 Reynslusaga íbúðarkaupanda.
Árni B. Björnsson byggingarverkfræðingur, framkvæmdastjóri VFÍ.

15:10 Danska byggingagalla-tryggingin.
Þórunn Sigurðardóttir verkfræðingur, teymisstjóri hjá HMS.

15:30 Pallborð, fyrirspurnir og umræður.

Málþingsstjóri: Helga J. Bjarnadóttir verkfræðingur, Efla.

Málþingið er á vegum Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi í VFÍ (SVFÍ). 

(Ljósmynd: Einar H. Reynis).


Skráning á viðburð

Þátttakandi

Til að fyrirbyggja ruslpóst: