Námskeið fyrir trúnaðarmenn
EKKO: Einelti, kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi.
Þriðjudaginn 16. september verður haldið námskeið fyrir trúnaðarmenn VFÍ. Auður Erla Gunnarsdóttir, sálfræðingur og einn eiganda sálfræðistofunnar Líf og sál, verður með erindi og vinnustofu um EKKO. Einnig gefst tækifæri til að ræða önnur mál sem koma reglulega upp, s.s. jafnlaunavottun, styttingu vinnuvikunnar og kjarasamningsumhverfið.
EKKO stendur fyrir: Einelti, kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi.
„Vinnustofa um fagleg viðbrögð við EKKO málum. Farið verður yfir skilgreiningar EKKO samkvæmt reglugerð og helstu birtingarmyndir ræddar. Jafnframt verður fjallað um fagleg vinnubrögð þegar upp koma EKKO mál. Verkefni verða unnin í hópum út frá umfjöllunarefni.“
Það verður ekki hægt að vera á Teams, þar sem þetta námskeið inniheldur hópavinnu og spjall um viðkvæm málefni. Trúnaðarmenn sem starfa úti á landi hafi samband við skrifstofu VFÍ vegna kostnaðar.
Við verðum með snarl frá kl. 12:30 svo að trúnaðarmönnum gefist tækifæri til að kynnast hver öðrum og ræða saman.
Vinasamlega skráið ykkur á trúnaðarmannanámskeiðið með því að skráningu hér fyrir neðan eða með því að senda póst á netfangið: kjaramal@verktaekni.is.
Mikilvægt er að skrá sig sem fyrst þannig að í ljós komi hvort það verði "fundafært".