Námskeið: Hver verður staða mín við starfslok?

Leiðbeinandi: Guðmundur Ragnarsson, ráðgjafi.

  • 4.4.2024, 15:00 - 17:00, Engjateigur 9

FULLBÓKAÐ ER Á NÁMSKEIÐIÐ OG SKRÁNINGU LOKIÐ.

Það liggur fyrir okkur flestum að eldast og fara á eftirlaun. Við vonum öll að þessi tími verði áhyggjulaus og oftast er hann það en það er ekkert sjálfgefið. Það er mikil áskorun að fara inn í eftirlaunaárin og hætta á vinnumarkaði. Það verða bæði fjárhagslegar og félagslegar breytingar, sem margir hræðast.

Guðmundur Ragnarsson hefur mikla reynslu af þessum málum og fer í fyrirlestrinum yfir þau fjölmörgu atriði sem þarf að huga að þegar styttist í starfslok. Meðal þess sem hann fer yfir er að vera með skýra sýn á það hver framfærslan verður frá lífeyrissjóðnum og Tryggingastofnun og hvar maður getur séð stöðuna.

Annað sem þarf að vera á hreinu eru sambúðar- og erfðamálin, en illa getur farið ef ekki er vandað til verka. Guðmundur ræðir einnig um mikilvægi þess að njóta lífsins á meðan heilsan er góð.

Fyrirlesturinn vekur upp margar spurningar sem gott er að skoða tímanlega og komast úr því að halda, sem veldur áhyggjum, yfir í að vita, sem veitir öryggi. Hann hentar þeim sem eru komnir yfir fimmtugt og stefna á að eiga áhyggjulaust ævikvöld. 

Fyrirlesari: Guðmundur Ragnarsson er vélfræðingur og starfaði sem formaður VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna í tíu ár. Hann var stjórnarmaður í Gildi lífeyrisjóði í átta ár og sat í miðstjórn ASÍ í tíu ár. Hann rekur í dag GR ráðgjöf og veitir fólki persónulega ráðgjöf varðandi starfslok.

Námskeiðið er ókeypis. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
Mikilvægt að tilkynna um forföll á netfangið: skrifstofa@verktaekni.is eða í síma: 535 9300.


Skráning á viðburð

Þátttakandi

Til að fyrirbyggja ruslpóst: