Ráðstefna: Sátt um betra menntakerfi

Á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 26. september.

  • 26.9.2024, 13:00 - 16:00, Hilton Reykjavík Nordica

Ráðstefna á vegum Verkfræðingafélags Íslands. Reynt verður að greina stöðuna í menntakerfinu og hvaða leiðir eru færar til úrbóta. Sérstök áhersla verður á stöðu raungreina og mun fulltrúi frá sænska verkfræðingafélaginu segja frá átaki þar í landi til að efla stöðu svokallaðra STEM greina (Science, Technology, Engineering, Mathematics).

Á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13-16, salur H-I, annarri hæð. Streymt verður frá ráðstefnunni.
Þau sem hyggjast mæta á staðinn eru vinsamlega beðin um að skrá sig hér neðst á síðunni.

Dagskrá:

13:00 – 13:10 Setning.
Páll Á. Jónsson, varaformaður VFÍ.

13:10 – 13:40 Átak í að efla STEM greinar í sænska skólakerfinu.
Johan Kreicsberg yfirmaður stefnumótunar hjá sænska verkfræðingafélaginu, Sveriges Ingenjörer.

13:40 – 14:00 Kynning á samSTEM, verkefni HÍ, HR og HA
Anna Helga Jónsdóttir, prófessor við Raunvísindadeild HÍ.

14:00 – 14:20 Námstími til stúdentspróf og fleiri framfaramál.
Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla.

14:20 – 14:40 Hver er staða nemenda við upphaf háskólanáms?
Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ.

14:40 – 15:00 Kaffihlé.

15:00 – 15:20 Staðan í framhaldsskólunum. - Sýn kennara. Samlíf – Samtök líffræðikennara. Sólveig Guðrún Hannesdóttir, líffræðikennari og rektor MR.

15:20 – 15:40 Brottfall – afhverju? Staða drengja í menntakerfinu.
Tryggvi Hjaltason, höfundur samnefndrar skýrslu, formaður Hugverkaráðs.

15:40 – 15:50 Samantekt og slit.

Öll velkomin. 

Málþingið er á vegum Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi í VFÍ (SVFÍ).

Ljósmynd: mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson.


Skráning á viðburð

Þátttakandi

Til að fyrirbyggja ruslpóst: