SNOW 2025

30 ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík og Flateyri.

  • 30.9.2025 - 3.10.2025, Ísafjörður

The International Symposium on Mitigation Measures against Snow Avalanches and other Rapid Gravity Mass Flows.

Í ár er þess minnst að 30 ár eru frá því að hin mannskæðu snjóflóð féllu í Súðavík og á Flateyri árið1995. Atburðirnir ullu ekki aðeins miklu manntjóni heldur einnig umtalsverðu eignatjóni og röskun á lífi fólks og starfsemi fyrirtækja. 

Frá því snjóflóðin féllu á byggðirnar hefur verið unnið markvisst að byggingu varnarmannvirkja og aðlögun samfélaga að þeirri ógn sem þessi náttúruvá er. Verkfræðingafélag Íslands (VFÍ) telur mikilvægt að minnast þessara atburða með því að halda næstu SNOW ráðstefnu á Ísafirði dagana 30. september til 3. október nk. 

Áður hefur VFÍ staðið fyrir samskonar ráðstefnum á Siglufirði 2019 og á Egilsstöðum 2008. 

Ráðstefnan SNOW2025 er alþjóðleg ráðstefna um ofanflóðavarnir og ber nafnið: The International Symposium on Mitigation Measures against Snow Avalanches and other Rapid Gravity Mass Flows. 

Ráðstefnan hefur eftirfarandi megin þemu: 

  • Áhættustjórnun.
  • Umhverfi og samfélag. 
  • Skipulag, hönnun, uppbygging og viðhald varnarmannvirkja.
  • Virkni varnargarða byggt á reynslu, tilraunum og tölulegum hermunum. 

Síðustu ráðstefnur hafa ekki aðeins laðað að sér fjölmarga íslenska þátttakendur heldur einnig töluverðan hóp erlendra vísindamanna og fagfólks á ofan nefndum sviðum. Ráðstefnan er ætluð fólki frá sveitarstjórnum, stjórnsýslu, rekstraraðilum skíðasvæða, vegagerð, mannvirkjahönnuðum, eftirlitsaðilum og fræðimönnum innlendum sem erlendum. 

 Skipuleggjendur ráðstefnunnar eru íslenskir og erlendir fagaðilar, þeir eru: Verkfræðingafélag Íslands, Vegagerðin, Skipulagsstofun, FSRE, Háskóli Íslands, COWI, NTNU í Þrándheimi, Norges Geotekniske Institutt NGI, SLF í Davos Sviss, og ORION Consulting slf. 

Á vefsíðu ráðstefnunnar má nálgast frekari upplýsingar. Áhugasamir eru hvattir til þess að kynna sér efni ráðstefnunnar og skrá sig á þennan áhugaverða atburð.


  • 30.9.2025 - 3.10.2025, Ísafjörður

The International Symposium on Mitigation Measures against Snow Avalanches and other Rapid Gravity Mass Flows.

Í ár er þess minnst að 30 ár eru frá því að hin mannskæðu snjóflóð féllu í Súðavík og á Flateyri árið1995. Atburðirnir ullu ekki aðeins miklu manntjóni heldur einnig umtalsverðu eignatjóni og röskun á lífi fólks og starfsemi fyrirtækja. 

Frá því snjóflóðin féllu á byggðirnar hefur verið unnið markvisst að byggingu varnarmannvirkja og aðlögun samfélaga að þeirri ógn sem þessi náttúruvá er. Verkfræðingafélag Íslands (VFÍ) telur mikilvægt að minnast þessara atburða með því að halda næstu SNOW ráðstefnu á Ísafirði dagana 30. september til 3. október nk. 

Áður hefur VFÍ staðið fyrir samskonar ráðstefnum á Siglufirði 2019 og á Egilsstöðum 2008. 

Ráðstefnan SNOW2025 er alþjóðleg ráðstefna um ofanflóðavarnir og ber nafnið: The International Symposium on Mitigation Measures against Snow Avalanches and other Rapid Gravity Mass Flows. 

Ráðstefnan hefur eftirfarandi megin þemu: 

  • Áhættustjórnun.
  • Umhverfi og samfélag. 
  • Skipulag, hönnun, uppbygging og viðhald varnarmannvirkja.
  • Virkni varnargarða byggt á reynslu, tilraunum og tölulegum hermunum. 

Síðustu ráðstefnur hafa ekki aðeins laðað að sér fjölmarga íslenska þátttakendur heldur einnig töluverðan hóp erlendra vísindamanna og fagfólks á ofan nefndum sviðum. Ráðstefnan er ætluð fólki frá sveitarstjórnum, stjórnsýslu, rekstraraðilum skíðasvæða, vegagerð, mannvirkjahönnuðum, eftirlitsaðilum og fræðimönnum innlendum sem erlendum. 

 Skipuleggjendur ráðstefnunnar eru íslenskir og erlendir fagaðilar, þeir eru: Verkfræðingafélag Íslands, Vegagerðin, Skipulagsstofun, FSRE, Háskóli Íslands, COWI, NTNU í Þrándheimi, Norges Geotekniske Institutt NGI, SLF í Davos Sviss, og ORION Consulting slf. 

Á vefsíðu ráðstefnunnar má nálgast frekari upplýsingar. Áhugasamir eru hvattir til þess að kynna sér efni ráðstefnunnar og skrá sig á þennan áhugaverða atburð.