Söguferð ÖVFÍ um Hvalfjörðinn
Takið daginn frá!
Söguferð Öldungadeildar VFÍ um Hvalfjörðinn.
Stjórn Öldungadeildar VFÍ hefur skipulagt söguferð fyrir félagsmenn og maka um Hvalfjörðinn fimmtudaginn 4. september nk.
Farið verður með rútu frá Verkfræðingahúsi kl. 9:00.
Byrjað verður á því að keyra á Akranes þar sem Gísli Gíslason fyrrum bæjarstjóri mun taka á móti hópnum.
Því næst verður stefnan tekin á Hvalfjarðarhringinn sem er mikið sagnasvæði.
Nesti í boði VFÍ. Um kl. 18 verður kvöldverður í Kríunesi við Elliðavatn.
Ráðgert er að koma til baka í Verkfræðingahús ekki seinna en kl. 21.
Við hvetjum ykkur til að taka daginn frá!
Nánari upplýsingar verða sendar út eftir Verslunarmannahelgina og þá hefst skráning.
Ljósmynd: vesturland.is