Söguslóðir á Suðurlandi

Einstök ferð á söguslóðir á Suðurlandi.

  • 12.7.2018, Suðurland

Fimmtudaginn 12. júlí gefst félagsmönnum VFÍ tækifæri á að fara í einstaka ferð á söguslóðir á Suðurlandi.

Frá árinu 2004 hafa nokkrir einstaklingar leitað að staðfestingu á hvort Ítalska skáldið Dante Alghieri hafi falið með dulkóða í ljóði sínu, "Divina Comedia", um aldamótin 1300, vísbendingar um að í Skipholtskróki á Kili séu falin verðmæti. Verkfræðingurinn Giancarlo Gianazza hefur fært sterk rök fyrir að svo geti verið og hefur einnig vísað til ítalskra endurreisnar málara eins og Botticelli, Rafael og Leonardo da Vinci.  Í ferðinni mun hann segja frá kenningum sínum.

Ferðinni lýkur í Kerlingarfjöllum þar sem Páll Gíslason, staðarhaldari og formaður VFÍ mun segja frá starfseminni og miðla ýmsum fróðleik tengdum svæðinu.

Þátttökugjald er kr. 6.000.-
Félagsmenn 67 ára og eldri greiða kr. 3.000.- 

Takmarkaður fjöldi er í ferðina og biðjum við félagsmenn að skrá sig sem fyrst. Eigi síðar en föstudaginn 6. júlí. Skráning er með tölvupósti: tilkynningar@verktaekni.is eða með því að hringja á skrifstofu VFÍ í síma. 535 9300.

Dagskráin í stórum dráttum:

Brottför með rútu frá Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9, kl. 10:30

Stutt stopp á Geysi.

Við Kórinn/Grjótá eða við vörðu á Bláfellshálsi verður boðið upp á hressingu. (Samlokur og drykki).

Áætluð koma að Fossrófum um kl. 14:30 og þar tekur við fróðleiksstund.

·         Þórarinn Þórarinsson, arkitekt.

·         Giancarlo Gianazza, verkfræðingur og frumkvöðull í leit að verðmætum í Skipholtskróki.

·         Guðmundur G. Þórarinsson Tenging landvættanna í skjaldarmerki Íslands við leit Giancarlos á Kerlingafjallasvæðinu

Komið í Kerlingarfjöll um 16:30. Síðdegismatur að hætti Kerlingarfjalla. Grillað lambaprime og meðlæti, súkkulaðikaka með rjóma og kaffi. 

Hugsanlega ekið upp á Keis ef veður gefur tilefni til.

Brottför um 19:00

Komið í bæinn um 22:00

Um leitina að hinum helga Gral

„Af þessari leið er skammt að Skipholtskrók til að finna hinn heilaga bikar, sem Jesú Kristur drakk úr við síðustu kvöldmáltíðina í Jerúsalem. Vitringurinn Giancarlo Cianazza telur þennan Gral vera þar í leynilegri hvelfingu, sem sé fimm metrar á hvern veg. Musterisriddarar eru sagðir hafa falið hann þar, þegar kaþólsk kirkja snerist með látum gegn riddarareglunni. Cianazza telur Snorra Sturluson hafa verið viðriðinn varðveizlu bikars þessa.“

 


  • 12.7.2018, Suðurland

Fimmtudaginn 12. júlí gefst félagsmönnum VFÍ tækifæri á að fara í einstaka ferð á söguslóðir á Suðurlandi.

Frá árinu 2004 hafa nokkrir einstaklingar leitað að staðfestingu á hvort Ítalska skáldið Dante Alghieri hafi falið með dulkóða í ljóði sínu, "Divina Comedia", um aldamótin 1300, vísbendingar um að í Skipholtskróki á Kili séu falin verðmæti. Verkfræðingurinn Giancarlo Gianazza hefur fært sterk rök fyrir að svo geti verið og hefur einnig vísað til ítalskra endurreisnar málara eins og Botticelli, Rafael og Leonardo da Vinci.  Í ferðinni mun hann segja frá kenningum sínum.

Ferðinni lýkur í Kerlingarfjöllum þar sem Páll Gíslason, staðarhaldari og formaður VFÍ mun segja frá starfseminni og miðla ýmsum fróðleik tengdum svæðinu.

Þátttökugjald er kr. 6.000.-
Félagsmenn 67 ára og eldri greiða kr. 3.000.- 

Takmarkaður fjöldi er í ferðina og biðjum við félagsmenn að skrá sig sem fyrst. Eigi síðar en föstudaginn 6. júlí. Skráning er með tölvupósti: tilkynningar@verktaekni.is eða með því að hringja á skrifstofu VFÍ í síma. 535 9300.

Dagskráin í stórum dráttum:

Brottför með rútu frá Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9, kl. 10:30

Stutt stopp á Geysi.

Við Kórinn/Grjótá eða við vörðu á Bláfellshálsi verður boðið upp á hressingu. (Samlokur og drykki).

Áætluð koma að Fossrófum um kl. 14:30 og þar tekur við fróðleiksstund.

·         Þórarinn Þórarinsson, arkitekt.

·         Giancarlo Gianazza, verkfræðingur og frumkvöðull í leit að verðmætum í Skipholtskróki.

·         Guðmundur G. Þórarinsson Tenging landvættanna í skjaldarmerki Íslands við leit Giancarlos á Kerlingafjallasvæðinu

Komið í Kerlingarfjöll um 16:30. Síðdegismatur að hætti Kerlingarfjalla. Grillað lambaprime og meðlæti, súkkulaðikaka með rjóma og kaffi. 

Hugsanlega ekið upp á Keis ef veður gefur tilefni til.

Brottför um 19:00

Komið í bæinn um 22:00

Um leitina að hinum helga Gral

„Af þessari leið er skammt að Skipholtskrók til að finna hinn heilaga bikar, sem Jesú Kristur drakk úr við síðustu kvöldmáltíðina í Jerúsalem. Vitringurinn Giancarlo Cianazza telur þennan Gral vera þar í leynilegri hvelfingu, sem sé fimm metrar á hvern veg. Musterisriddarar eru sagðir hafa falið hann þar, þegar kaþólsk kirkja snerist með látum gegn riddarareglunni. Cianazza telur Snorra Sturluson hafa verið viðriðinn varðveizlu bikars þessa.“