Stofnfundur Öldungadeildar VFÍ

Markmiðið er að nýta þekkingu og efla tengsl eldri félagsmanna.

  • 27.3.2019, 17:00 - 19:00, Engjateigur 9

Stofnfundur Öldungadeildar VFÍ verður haldinn í Verkfræðingahúsi, miðvikudaginn 27. mars kl. 17.
Meðal annars verða samþykktir deildarinnar kynntar. Boðið verður upp á léttar veitingar. Vinsamlega skráið þátttöku ekki seinna en á hádegi þriðjudaginn 26. mars með því að senda tölvupóst: tilkynningar@verktaekni.is

Um leið og ungu fólki fjölgar í Verkfræðingafélagi Íslands fjölgar að sama skapi þeim félagsmönnum sem komast á efri ár og farnir eru að draga saman seglin eða hættir störfum. Svo er fyrir að þakka að þorri þessara félaga býr við góða heilsu, nýtur tilverunnar og er félagslega virkur. Þeir hafa sumir haft orð á því að þeir hitti sjaldan sína gömlu félaga enda tíðkist hvorki árshátíð né deildafundir með „venjulegu“ borðhaldi lengur. Tæknimenn eru að vísu sjaldnast taldir mikil partýljón, en þeir hafa alltaf haft gaman af að hittast innbyrðis.

Félagið efndi á síðasta ári til tveggja funda þar sem eldri félagar voru boðaðir sérstaklega. Báðir voru þessir fundir áberandi vel sóttir og þótti það benda til að grundvvöllur kynna að vera fyrir öflugra félagsstarfi meðal okkar eldri félagsmanna. Vitað var að í Danmörku starfar sérstakt Seniorforum innan IDA og hér á landi starfa einnig sérstakar deildir eldri félaga innan ýmissa fagfélaga. Á hinum síðari fyrrnefndra funda voru eftirtaldir félagar skipaðir í fimm manna starfshóp til að kanna möguleika á að mynda sambærilegan hóp eldri félaga innan VFÍ. Í hópnum eru: Bergþór Þormóðsson,  Jón Erlendsson, Magnús Bjarnason, Páll Sigurjónsson og Pétur Stefánsson.

Sigrún S. Hafstein sviðsstjóri fag- og félagssviðs hjá VFÍ var tilnefnd sérstakur tengiliður við félagið.

Hópurinn hefur aflað gagna, m.a. bæði frá Lögfræðingafélagi Íslands og Læknafélagi Íslands en innan þeirra beggja starfa sambærilegir hópar með góðum árangri. Það er, að athugun lokinni, tillaga hópsins að stofnuð verði sérstök deild, Öldungadeild Verkfræðingafélags Íslands, ÖVFÍ, er starfi innan félagsins og hafi að markmiði einkum:

  • Að efla og viðhalda kynnum félagsmanna.
  • Að styðja starfsemi Verkfræðingafélags Íslands.
  • Að standa að fræðslu fyrir félagsmenn.

 Deildin væri ætluð félagsmönnum 65 ára og eldri. Starfshópurinn samdi tillögu að samþykktum fyrir væntanlega deild innan VFÍ og hafa þær verið bornar undir stjórn VFÍ.

Samþykktir Öldungadeildar VFÍ.

Pétur Stefánsson, verkfræðingur formaður starfshóps um stofnun ÖVFÍ.

Tillaga lögð fyrir stofnfund

Fundur eldri félaga í Verkfræðingafélagi Íslands haldinn 27. mars 2019 að Engjateigi 9 samþykkir að stofna sérstaka deild innan félagsins, Öldungadeild VFÍ, fyrir félagsmenn 65 ára og eldri. Deildinni er einkum ætlað að sinna sérstökum áhugamálum eldri félagsmanna, viðhalda kynnum þeirra og styðja VFÍ.

Undirbúningsnefnd.


  • 27.3.2019, 17:00 - 19:00, Engjateigur 9

Stofnfundur Öldungadeildar VFÍ verður haldinn í Verkfræðingahúsi, miðvikudaginn 27. mars kl. 17.
Meðal annars verða samþykktir deildarinnar kynntar. Boðið verður upp á léttar veitingar. Vinsamlega skráið þátttöku ekki seinna en á hádegi þriðjudaginn 26. mars með því að senda tölvupóst: tilkynningar@verktaekni.is

Um leið og ungu fólki fjölgar í Verkfræðingafélagi Íslands fjölgar að sama skapi þeim félagsmönnum sem komast á efri ár og farnir eru að draga saman seglin eða hættir störfum. Svo er fyrir að þakka að þorri þessara félaga býr við góða heilsu, nýtur tilverunnar og er félagslega virkur. Þeir hafa sumir haft orð á því að þeir hitti sjaldan sína gömlu félaga enda tíðkist hvorki árshátíð né deildafundir með „venjulegu“ borðhaldi lengur. Tæknimenn eru að vísu sjaldnast taldir mikil partýljón, en þeir hafa alltaf haft gaman af að hittast innbyrðis.

Félagið efndi á síðasta ári til tveggja funda þar sem eldri félagar voru boðaðir sérstaklega. Báðir voru þessir fundir áberandi vel sóttir og þótti það benda til að grundvvöllur kynna að vera fyrir öflugra félagsstarfi meðal okkar eldri félagsmanna. Vitað var að í Danmörku starfar sérstakt Seniorforum innan IDA og hér á landi starfa einnig sérstakar deildir eldri félaga innan ýmissa fagfélaga. Á hinum síðari fyrrnefndra funda voru eftirtaldir félagar skipaðir í fimm manna starfshóp til að kanna möguleika á að mynda sambærilegan hóp eldri félaga innan VFÍ. Í hópnum eru: Bergþór Þormóðsson,  Jón Erlendsson, Magnús Bjarnason, Páll Sigurjónsson og Pétur Stefánsson.

Sigrún S. Hafstein sviðsstjóri fag- og félagssviðs hjá VFÍ var tilnefnd sérstakur tengiliður við félagið.

Hópurinn hefur aflað gagna, m.a. bæði frá Lögfræðingafélagi Íslands og Læknafélagi Íslands en innan þeirra beggja starfa sambærilegir hópar með góðum árangri. Það er, að athugun lokinni, tillaga hópsins að stofnuð verði sérstök deild, Öldungadeild Verkfræðingafélags Íslands, ÖVFÍ, er starfi innan félagsins og hafi að markmiði einkum:

  • Að efla og viðhalda kynnum félagsmanna.
  • Að styðja starfsemi Verkfræðingafélags Íslands.
  • Að standa að fræðslu fyrir félagsmenn.

 Deildin væri ætluð félagsmönnum 65 ára og eldri. Starfshópurinn samdi tillögu að samþykktum fyrir væntanlega deild innan VFÍ og hafa þær verið bornar undir stjórn VFÍ.

Samþykktir Öldungadeildar VFÍ.

Pétur Stefánsson, verkfræðingur formaður starfshóps um stofnun ÖVFÍ.

Tillaga lögð fyrir stofnfund

Fundur eldri félaga í Verkfræðingafélagi Íslands haldinn 27. mars 2019 að Engjateigi 9 samþykkir að stofna sérstaka deild innan félagsins, Öldungadeild VFÍ, fyrir félagsmenn 65 ára og eldri. Deildinni er einkum ætlað að sinna sérstökum áhugamálum eldri félagsmanna, viðhalda kynnum þeirra og styðja VFÍ.

Undirbúningsnefnd.