Tillögur átakshóps í húsnæðismálum

Kynningar- og fræðslufundur VFÍ og Byggingarstaðlaráðs.

  • 21.5.2019, Engjateigur 9
  • Reykjavík úr lofti.

Byggingarstaðlaráð og Verkfræðingafélagið standa fyrir opnum kynningar- og fræðslufundi í Verkfræðingahúsinu þann 21. maí að Engjateigi 9. - Fundurinn stendur frá kl. 12:00 til 13:00. Boðið verður upp á samlokur og drykki. 

Skipulags- og byggingarmál (40 tillögur átakshóps í húsnæðismálum)

Á fundinn mætir frá Íbúðalánasjóði Elmar Erlendsson sérfræðingur á greininga- og áætlanasviði. Hann mun fjalla um þann hluta tillagna átakshóps ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum sem fjalla um skipulags- og byggingarmál og í hvaða farvegi sú vinna er núna. Jafnframt verður fjallað um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og mikilvægi þeirra í áætlanagerð í nýbyggingum.

1. Einföldun á regluverki

a. Einföldun á regluverki skipulags- og byggingarmála

b. Ákvæði byggingarreglugerðar færist nær því sem þekkir á Norðurlöndunum þar sem stjórnsýsla er einfaldari og skilvirkari

c. Ferli við breytingar á deiliskipulagi verði einfaldað og sveigjanleiki í deiliskipulagi verði aukinn. Einföldun á kerfinu.

2. Eftirlit

a. Mat á þörf fyrir rýni hönnunar og framkvæmdareftirlit hverju sinni, styðjast ætti viðfyrirframákveðna flokkun mannvirkja.

b. Komið verði á útvistun byggingareftirlits að fyrirmynd Norðmanna.

3. Rafræn stjórnsýsla efld með byggingargátt og öllum gögnum skilað rafrænt, þar meðtalið hönnunargögn. 

4. Heimilt að útbúa íbúðarhúsnæði til skammtímanota á athafnasvæðum. 

Í fylgiskjölum hér fyrir neðan er að finna ítarefni um umfjöllunarefni fundarins.

Átakshópur 40 tillögur.
Framboð húsnæðis.
Þörf fyrir húsnæði.
Húsnæði fyrir alla - stöðuskýrsla.


  • 21.5.2019, Engjateigur 9

Byggingarstaðlaráð og Verkfræðingafélagið standa fyrir opnum kynningar- og fræðslufundi í Verkfræðingahúsinu þann 21. maí að Engjateigi 9. - Fundurinn stendur frá kl. 12:00 til 13:00. Boðið verður upp á samlokur og drykki. 

Skipulags- og byggingarmál (40 tillögur átakshóps í húsnæðismálum)

Á fundinn mætir frá Íbúðalánasjóði Elmar Erlendsson sérfræðingur á greininga- og áætlanasviði. Hann mun fjalla um þann hluta tillagna átakshóps ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum sem fjalla um skipulags- og byggingarmál og í hvaða farvegi sú vinna er núna. Jafnframt verður fjallað um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og mikilvægi þeirra í áætlanagerð í nýbyggingum.

1. Einföldun á regluverki

a. Einföldun á regluverki skipulags- og byggingarmála

b. Ákvæði byggingarreglugerðar færist nær því sem þekkir á Norðurlöndunum þar sem stjórnsýsla er einfaldari og skilvirkari

c. Ferli við breytingar á deiliskipulagi verði einfaldað og sveigjanleiki í deiliskipulagi verði aukinn. Einföldun á kerfinu.

2. Eftirlit

a. Mat á þörf fyrir rýni hönnunar og framkvæmdareftirlit hverju sinni, styðjast ætti viðfyrirframákveðna flokkun mannvirkja.

b. Komið verði á útvistun byggingareftirlits að fyrirmynd Norðmanna.

3. Rafræn stjórnsýsla efld með byggingargátt og öllum gögnum skilað rafrænt, þar meðtalið hönnunargögn. 

4. Heimilt að útbúa íbúðarhúsnæði til skammtímanota á athafnasvæðum. 

Í fylgiskjölum hér fyrir neðan er að finna ítarefni um umfjöllunarefni fundarins.

Átakshópur 40 tillögur.
Framboð húsnæðis.
Þörf fyrir húsnæði.
Húsnæði fyrir alla - stöðuskýrsla.