Risaverkefni - Stærðin skiptir máli
Ákvarðanir, verkefnastjórnsýsla, áhætta og ábyrgð.
Þann 20. febrúar 2025 mun Verkfræðingafélag Íslands standa fyrir ráðstefnu um risaframkvæmdir á Íslandi og mikilvægi vandaðrar verkefnastjórnsýslu (e. Project governance).
Staður: Hilton Reykjavík Nordica, salur H-I. (Ráðstefnunni verður streymt).
Tími: Fimmtudagur 20. febrúar 2025 kl. 9-12.
Húsið opnar kl. 8:30 - heitt á könnunni.
Á ráðstefnunni verður kastljósi beint að opinberum stórframkvæmdum sem rannsóknir sýna að fara mjög oft langt fram úr kostnaðar- og tímaáætlunum. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við fjármálaráðuneytið, IMaR ráðstefnuna, CORDA og MPM námið í Háskólanum í Reykjavík, Félag ráðgjafarverkfræðinga, Vegagerðina og Betri samgöngur. Markmiðið er að leiða saman stjórnsýslu, atvinnulíf og fræðasamfélag.
Kastljósi verður sérstaklega beint að samgönguverkefnum hins svokallaða samgöngusáttmála og nauðsyn þess að verkefnastjórnsýsla sé vönduð í slíkum verkefnum. Fyrirlesarar verða innlendir og erlendir sérfræðingar, m.a. frá fjármálaráðuneyti Noregs.
Dagskrá
Kl. 9:00 Setning - ávarp ráðstefnustjóra
Dr. Svana Helen Björnsdóttir, formaður VFÍ.
Kl. 9:15 – 9:45 The Norwegian State Project model
Ingvild Melvær Hanssen sérfræðingur í norska fjármálaráðuneytinu.
KL. 9:45-10:15 Following the „Norwegian way“. – Experiences gained and lessons learned
Dr. Ole Jonny Klakegg, prófessor við Háskólann í Þrándheimi.
Kl. 10:15 – 10:45 PROGRAM DENMARK: Transforming Public Projects through Research - Insights from Denmark and Norway.
Dr. Per Svejvig, prófessor við Háskólann í Árósum.
Kl. 10:45 – 11:00 Kaffihlé
Kl. 11:00 – 11:15 Vegagerðin – Verkefnastjórnsýsla risaverkefna
Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri höfuðborgarsvæðis hjá Vegagerðinni.
Kl. 11:15 – 11:30 Betri samgöngur – Mat áhættu við áætlanagerð.
Dr. Þröstur Guðmundsson, forstöðumaður verkefna og áætlana hjá Betri samgöngum.
Kl. 11:30 12:00 – Pallborðsumræður og samantekt.
Ávarp fjármálaráðherra, Dr. Daða Más Kristóferssonar.
Undirritun viljayfirlýsingar fjármálaráðuneytis og Verkfræðingafélags Íslands um undirbúning samráðsvettvangs vegna opinberra fjárfestinga.
Öll velkomin.
Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.
SKRÁNING Í VIÐBURÐADAGATALI VFÍ.
Um fyrirlesarana
Ingvild Melvær Hanssen is a Deputy Director General in the Budget Department in the Norwegian Ministry of Finance and is leading the unit responsible for the Norwegian Project Model. Ingvild first joined the Ministry of Finance in 2005, and has seen the development of the project governance framework in Norway from different perspectives within the ministry. From March 2018 she has hold the position as Chair for the Concept Research Program. She has a wide experience working with public financial management issues, both in Norway and in an international perspective.
Dr. Ole Jonny Klakegg, Department of Civil and Environmental Engineering, Norwegian University of Science and Technology. Klakegg has switched between private sector and the university through his whole career. In the period 2002 – 2012 he was research director of the Concept research programme. His doctoral thesis was on project governance, based on his work with major projects in the Norwegian public sector. Today he is full professor and member of the advisory board of the Concept programme. He is also involved in the center Project Norway and the recent initiative Better megaprojects that includes both public and private sector partners.
Dr. Per Pvejvig is an associate professor at the Department of Management at Aarhus University and the head of the Project Organizing and Management Research Group. His research interests are project management and project studies, rethinking, benefits realisation management, project value creation and accelerating projects. He has published in a range of high-profile scientific journals. He holds a PhD in Enterprise Systems from Aarhus University and has over 25 years of business experience as a manager, project manager and consultant. He is also one of the founders of the research network Program Denmark, a research network for learning and value creation in major public projects.
Bryndís Friðriksdóttir er svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni og ber ábyrgð á þróun og framkvæmdum allra stofnvega á höfuðborgarsvæðinu.Hún er með C.Sc.-gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc.-gráðu í samgönguverkfræði frá Konunglega tækniháskólanum í Stokkhólmi (KTH) með áherslu á skipulag samgangna í borgum.
Bryndís hefur unnið síðastliðin sex ár hjá Vegagerðinni en þar á undan vann hún sem ráðgjafaverkfræðingur og hefur því víðtæka þekkingu á innviðaþróun. Í starfi sínu hjá Vegagerðinni hefur hún leitt og tekið þátt í fjölmörgum umbótaverkefnum á sviði verkefnastjórnunar, ákvarðanatöku, kostnaðargreiningar og stefnumótunar.
Dr. Þröstur Guðmundson er forstöðumaður verkefna og áætlana hjá Betri samgöngum. Hann lauk lokaprófi í vélaverkfræði frá HÍ 1989, M.Sc. í vélaverkfræði frá Colorado háskóla1992, og Ph.D. í efnisverkfræði frá Háskólanum í Nottingham 1996, og ML prófi í lögfræði frá HR 2018 með áherslu á verktakarétt og gerðardóma. Þröstur er vottaður verkefnastjóri (IPMA level B). Þröstur hefur unnið við verkefnisstjórnun og verkefnastjórnsýslu stórra framkvæmdaverkefna frá aldamóum og hann hefur verið kennari við MPM nám HR frá 2011 og er aðjúnkt við verkfræðideil HR frá 2017. Á árunum 2007-2016 vann hann við framkvæmdastjórn og verkefnastjórnun hjá HRV, þar áður var hann hluthafi og ráðgjafarverkfræðingur á sviði verkefnastjórnunar hjá Verkís.
Nánar um ráðstefnuna - tilgangur og markmið
Framundan eru risaverkefni á Íslandi. Til dæmis þá er í Samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 gert ráð fyrir heildarútgjöldum upp á 640 milljarða króna. Til viðbótar bætast við verkefni sem kunna að verða fjármögnuð með samvinnuverkefnum. Má þar nefna nýja Sundabrú og brú yfir Ölfusá.
Núverandi kostnaðaráætlun vegna uppfærðs Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins hljóðar upp á 311 milljarða króna. Áfram mætti telja.
Hér er um gríðarlega háar fjárhæðir að ræða og ef Samgöngusáttmálinn er tekinn sem dæmi er eðlilegt að almenningur hafi áhyggjur og óttist að risaframkvæmdir sem fram undan eru reynist jafnvel enn kostnaðarsamari en áætlanir gera ráð fyrir þegar upp er staðið.
Gagnstætt því sem gildir um nágrannaþjóðir okkar hefur ekki tekist að þroska djúpa umræðu um hvernig tryggja má að fjármunum almennings sé sem best varið. Þessu vill Verkfræðingafélag Íslands breyta. Gert er ráð fyrir að ráðstefnan sé fyrsta skrefið og í framhaldinu verði fleiri viðburðir um þetta mikilvæga málefni.
Félagið telur að frjór jarðvegur sé til staðar til að ræða umfangsmikil og kostnaðarsöm fjárfestingarverkefni á vegum ríkis og sveitarfélaga og hvernig best verði staðið að tryggingu gæða, hagkvæmni og skilvirkni allt frá hugmyndastigi til framkvæmda og út áætlaðan líftíma þeirra.
Verkfræðingafélagið mun hefja umræðuna með ráðstefnu 20. febrúar 2025 á Reykjavík Hilton Nordica. Markmiðið er að leiða saman stjórnsýslu, atvinnulíf og fræðasamfélag.
Af gefnu tilefni skal á það bent að markmiðið er ekki að gagnrýna hagsmunaaðila eða núverandi fyrirkomulag heldur að leiða fram mikilvæga þekkingu og stuðla að faglegri umgjörð og faglegum vinnubrögðum í framkvæmdum hér á landi.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla