Orlofsdvöl í vetrarfríum - 6. jan. 2015

Orlofssjóður VFÍ úthlutar þann 12. janúar vetrarfrísvikum grunnskólanna sem eru að þessu sinni fjórar: Vika 6 (tímabilið 5.–12. febrúar), vika 7 (tímabilið 12-19.febrúar) vika 8 (tímabilið 19.-26. febrúar) og vika 9 (26. febrúar - 5. mars).
Úthlutun telst til stigafrádráttar og aðeins er hægt að velja um einn kost hverju sinni, vinsamlegast takið fram vikunúmer og staðsetningu. Orlofshús félagsins eru í Húsafelli, Klapparholti, Hraunborgum og Akureyri. Áhugasamir sendi tölvupóst á netfangið lydiaosk@verktaekni.is