Orlofsdvöl í vetrarfríum - 18. sep. 2015

Orlofssjóður VFÍ úthlutar þann 24. september vetrarfrísvikum grunnskólanna sem eru að þessu sinni tvær: Vika 42 (tímabilið 15.–22. október) og vika 43 (tímabilið 22-29. október).  Úthlutun telst til stigafrádráttar og aðeins er hægt að velja um einn kost, vinsamlegast takið fram vikunúmer og staðsetningu.  Upplýsingar um orlofshúsin. Áhugasamir sendi póst á: lydiaosk@verktaekni.is 

Samlokufundir og námskeið - 3. sep. 2015

Nú er vetrarstarf VFÍ að komast á fullt skrið eftir sumarfrí. Framundan eru tveir áhugaverðir Samlokufundir og námskeið sem rétt er að vekja athygli á.


Miðvikudagur 9. september: Samlokufundur á vegum BVFÍ um flugvallarkosti á höfuðborgarsvæðinu. - Kynning á verkefni sameiginlegs stýrihóps ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group.


Fimmtudagur 17. september: Samlokufundur VFÍ/TFÍ. Kynning á Kjarakönnunum Kjaradeildar VFÍ og Kjarafélags TFÍ. Leiðbeint verður um hvernig er best að lesa úr niðurstöðum og farið yfir þær marktæku breytur könnunarinnar sem tölfræðilíkanið leiðir í ljós.


Föstudagur 2. október. Námskeið á vegum Endurmenntunar HÍ: Blágrænar ofanvatnslagnir - Frá hugmynd að veruleika.