Orlofssjóður - páskaúthlutun - 26. feb. 2015

Hægt er að sækja um dvöl í orlofshúsum Orlofssjóðs VFÍ um páska 2015 sem er vika 14 tímabilið 2. til 9. apríl 2015. Í boði eru orlofshús í Árnesi, Hrísum í Eyjarfirði, tvö hús í Hraunborgum, Klapparholt í Borgarfirði, Húsafell og íbúð á Akureyri. Sendur var tölvupóstur til sjóðfélaga. Ekki eru sérstök umsóknareyðublöð en senda skal tölvupóst á lydiaosk@verktaekni.is  Aðeins er hægt að velja eina staðsetningu. Munið að láta fylgja með fullt nafn og kennitölu umsækjanda. Umsóknarfrestur er til 2. mars nk.

Nýjar starfsreglur Sjúkrasjóðs - 4. feb. 2015

Samþykktar hafa verið nýjar starfsreglur fyrir Sjúkrasjóð VFÍ. Efnislegar breytingar eru minni háttar. Markmiðið með breytingunum er að gera reglurnar læsilegri og skýrari. Við hvetjum félagsmenn að fylgja því eftir við vinnuveitanda að greitt sé í sjúkra- eða styrktarsjóði. Aðild að sjóðunum tryggir mikilvæg réttindi.

Aðalfundur 2015 - 2. feb. 2015

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands verður haldinn á Degi verkfræðinnar fimmtudaginn 10. apríl. Tillögur félagsmanna, m.a. vegna stjórnarkjörs, þurfa að berast stjórn félagsins fyrir 15. febrúar.

Kvennanefnd fagnar nýútskrifuðum - 2. feb. 2015

Kvennanefnd VFÍ hélt nýverið svokallað rósaboð til að fagna þeim konum sem luku prófi í verkfræði á árinu 2014. Fjöldi kvenna mætti og átti saman skemmtilega kvöldstund. Rósaboðið er árlegur viðburður á vegum Kvennanefndarinnar. Það er kjörinn vettvangur til að kynnast starfsemi félagsins og stækka tengslanetið.