Kosið um sameiningu - kynningarefni - 17. okt. 2016

Stjórnir VFÍ og TFÍ hafa samþykkt að láta fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu um sameiningu félaganna. Atkvæðagreiðslan verður 5. - 11. nóvember. Fram að þeim tíma verða hugmyndir um sameiningu kynntar, m.a. á heimasíðum félaganna og á opnum kynningarfundum 26. og 27. október. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að kynna sér vel þau gögn sem liggja fyrir. Ef spurningar vakna er hægt að senda tölvupóst eða leggja fram fyrirspurnir á Facebook síðu VFÍ.

Samstarfsnefnd VFÍ og TFÍ lýkur störfum - 13. okt. 2016

Samstarfsnefnd VFÍ – Verkfræðingafélags Íslands og TFÍ – Tæknifræðingafélags Íslands hefur lokið störfum.  Nefndin hefur lagt fyrir stjórnir félaganna tillögur að samrunasamningi og nýjum lögum fyrir sameinað félag tæknifræðinga og verkfræðinga.