Ráðstefna um vistorku - 16. okt. 2015

Norðurlandsdeildir VFÍ og TFÍ standa fyrir ráðstefnu um vistorku í Hofi á Akureyri föstudaginn 23.október næstkomandi frá kl 9-12:30. 

Meðal annars verður fjallað um nýsköpun í vistorku og fyrirtæki á svæðinu sem vinna frumkvöðlastarf í framleiðslu á vistvænum orkugjöfum.


Dagskrá ráðstefnunnar.

 

Allir velkomnir en óskað er eftir skráningum á netfangið eva@wise.is 

Orlofsdvöl í vetrarfríum - 18. sep. 2015

Orlofssjóður VFÍ úthlutar þann 24. september vetrarfrísvikum grunnskólanna sem eru að þessu sinni tvær: Vika 42 (tímabilið 15.–22. október) og vika 43 (tímabilið 22-29. október).  Úthlutun telst til stigafrádráttar og aðeins er hægt að velja um einn kost, vinsamlegast takið fram vikunúmer og staðsetningu.  Upplýsingar um orlofshúsin. Áhugasamir sendi póst á: lydiaosk@verktaekni.is 

Samlokufundir og námskeið - 3. sep. 2015

Nú er vetrarstarf VFÍ að komast á fullt skrið eftir sumarfrí. Framundan eru tveir áhugaverðir Samlokufundir og námskeið sem rétt er að vekja athygli á.


Miðvikudagur 9. september: Samlokufundur á vegum BVFÍ um flugvallarkosti á höfuðborgarsvæðinu. - Kynning á verkefni sameiginlegs stýrihóps ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group.


Fimmtudagur 17. september: Samlokufundur VFÍ/TFÍ. Kynning á Kjarakönnunum Kjaradeildar VFÍ og Kjarafélags TFÍ. Leiðbeint verður um hvernig er best að lesa úr niðurstöðum og farið yfir þær marktæku breytur könnunarinnar sem tölfræðilíkanið leiðir í ljós.


Föstudagur 2. október. Námskeið á vegum Endurmenntunar HÍ: Blágrænar ofanvatnslagnir - Frá hugmynd að veruleika.

Nýtt tölublað Verktækni - 5. júl. 2015

Nýtt tölublað Verktækni - Tímarits VFÍ/TFÍ er komið út. Í blaðinu eru meðal annars efnis ritrýndar vísindagreinar og almennar tækni- og vísindagreinar. 


Fyrir útgáfu næsta blaðs er skilafrestur ritrýndra greina til 1. október. Frestur vegna almennra tækni- og vísindagreina rennur út 1. nóvember. Þeir sem vilja koma efni í blaðið geta sent tölvupóst til ritstjóra. Þar sem takmarkað pláss er í blaðinu er ráðlegt að láta vita um væntanlegar greinar sem fyrst. 


Upplýsingar um útgáfuna.


Niðurstöður Kjarakönnunar 2015 - 29. jún. 2015

Niðurstöður kjarakönnunar Kjaradeildar VFÍ 2015 liggja fyrir. Stefnt er að því að fara yfir könnunina á Samlokufundi í september og meðal annars farið yfir þær marktæku breytur könnunarinnar sem tölfræðilíkanið leiðir í ljós. 


Kjarakönnun Kjaradeildar VFÍ 2015.

Þjóðin sem valdi Vigdísi - 26. jún. 2015

Vigdís Finnbogadóttir er heiðursfélagi VFÍ. Við hvetjum félagsmenn að mæta á Arnarhól á sunnudaginn, 28. júní. Þar verður hátíðadagskrá í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá sögulegu kjöri Vigdísar í embætti forseta Íslands. Hátíðin hefst kl. 19:40. Að dagskránni standa Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Háskóli Íslands í samvinnu fjölmarga aðila. Meðal annars félagasamtök sem beita sér fyrir málefnum, sem Vigdísi eru hugleikin, VFÍ er í þeirra hópi. Dagskráin.

Haukur og Hulda unnu golfmótið - 24. jún. 2015

VFÍ og TFÍ héldu golfmót hjóna og para þriðjudaginn 23. júní kl. 13:00. Leikið var með „greensomeˮ fyrirkomulagi og spilaðar aðeins níu holur á Landinu á Korpúlfsstöðum.  Átján hjón og pör tóku þátt eða 36 þátttakendur.
Mótið var skemmtilegt, þátttaka góð og keppnin mjög jöfn og spennandi. Tvö lið voru jöfn í fyrsta sæti á 32 höggum og giltu því sex síðustu skor á  níu holunum. Sigurvegarar voru Haukur Magnússong og Hulda Sigtryggsdóttir.

Golfnefndin óskar vinningshöfum til hamingju með flottan árangur. 

VerkTækni golfmótið 2015 - 18. jún. 2015

Hið árlega golfeinvígi verkfræðinga og tæknifræðinga fer fram föstudaginn 7. ágúst á Grafarholtsvelli.

Mótið er nú haldið í átjánda sinn og er fyrir félagsmenn VFÍ og TFÍ, maka þeirra og aðra gesti. Skráning: Senda póst á netfangið skrifstofa@verktaekni.is

Skrá skal forgjöf allra þátttakenda.

Rýni 2015 Gautaborg - Malmö - 5. jún. 2015

Undirbúningur Rýnisferðar 2015 sem  

farin verður til Gautaborgar og Malmö  21. 25. september er á lokastigi. 

Stjórn VFÍ ályktar um skólakönnun - 26. maí 2015

Stjórn Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) hefur sent fjölmiðlum ályktun þar sem vakin er athygli á niðurstöðum stórrar könnunar á vegum OECD um kunnáttu 15 ára nemenda í stærðfræði og raungreinum.

Stjórn VFÍ telur niðurstöðuna óviðunandi fyrir Ísland og mikilvægt að yfirvöld menntamála bregðist við. Í könnuninni er dregið fram samband hagvaxtar og gæða menntunar.

Stjórn VFÍ hefur áður lýst áhyggjum félagsins af stöðu stærðfræði og raungreina í skólakerfinu. Niðurstöður könnunarinnar hljóta að vera mikilvægt innlegg í umræðu um styttingu framhaldsskólans.

Orlofsuppbót 2015 - 24. maí 2015

Samkvæmt kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins á full orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2015 að greiðast 1. júní næstkomandi. Ekki hefur verið samið um fjárhæð uppbótarinnar en ef ósamið verður þann 1. júní þá kemur sama fjárhæð til greiðslu og á síðasta ári, kr. 39.500.

Kjarasamningurinn við Samtök atvinnulífsins er viðmiðunarsamningur á almennum markaði. Athugið að Í kjarasamningi við Félag ráðgjafarverkfræðinga eru ekki ákvæði um að greiða orlofs- eða desemberuppbót, þó eru dæmi um að það sé gert.

Verkfræðingahús - 6. maí 2015

Nú er búið að merkja hús Verkfræðingafélags Íslands að Engjateigi 9. Húsið var byggt 1986 og er skuldlaus eign félagsins. Í húsinu er meðal annars sameiginleg skrifstofa VFÍ og TFÍ og glæsileg félagsaðstaða. Hluti hússins er leigður út og er Lífsverk lífeyrissjóður með aðsetur í Verkfræðingahúsi, einnig Verkefnastjórnunarfélagið og Ský, auk annarra.

Kynning á framlengingu samnings við FRV - 16. apr. 2015

Þriðjudaginn 21. apríl 2015 fer fram kynning og greidd atkvæði um framlengingu kjarasamnings Kjaradeildar VFÍ og Kjarafélags TFÍ við FRV.  

Fundurinn verður að Engjateigi 9, kl. 17:30.

Aðalfundur VFÍ - 14. apr. 2015

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands var haldinn 10. apríl. Á fundinum var tilkynnt um niðurstöður stjórnarkjörs. Ársskýrslan inniheldur skýrslu stjórnar, skýrslur nefna og deilda, reikninga félagsins og sjóða í vörslu þess.

Heiðruð á Degi verkfræðinnar - 13. apr. 2015

Á Degi verkfræðinnar 10. apríl voru þrír verkfræðingar sæmdir heiðursmerki Verkfræðingafélags Íslands. Þau eru Sigurður Arnalds, Sigríður Ágústa Ásgrímsdóttir og Björn Dagbjartsson.

Það er Merkisnefnd VFÍ sem útnefnir þá einstaklinga sem eru sæmdir heiðursmerki félagsins. Merkið má veita í viðurkenningarskyni fyrir vel unnin störf á sviði verkfræði eða  vísinda, fyrir framtak til eflingar verkfræðingastéttinni í heild eða fyrir félagsstörf í þágu verkfræðingastéttarinnar.

Dagur verkfræðinnar - glærur - 11. apr. 2015

Dagur verkfræðinnar var haldinn í fyrsta sinn 10. apríl og þótti takast einstaklega vel en rúmlega 200 manns sóttu ráðstefnu á Hilton Nordica.  Dagur verkfræðinnar verður árviss viðburður og er markmiðið að kynna verkfræðina, störf verkfræðinga og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga.

Á ráðstefnunni voru spennandi og fjölbreyttir fyrirlestrar.

Dagur verkfræðinnar - 10. apríl - 8. apr. 2015

Nú er komið að því! – Læknar eiga Læknadaga, lögfræðingar Lagadag og framvegis munu verkfræðingar eiga Dag verkfræðinnar. Markmiðið með deginum er að kynna verkfræðina, störf verkfræðinga og ekki síst efla tengsl og samheldni  meðal íslenskra verkfræðinga.

Dagskráin hefst kl. 13 á Hilton Nordica með spennandi og fjölbreyttri dagskrá, þar sem fyrirlestrar og kynningar fara fram í tveimur opnum sölum. Aðalfundur VFÍ mun í framhaldi af fyrirlestrunum hefjast kl. 17 í Verkfræðingahúsi við Engjateig,  steinsnar frá Hilton Nordica.

  • Degi verkfræðinnar lýkur með hátíðarkvöldverði á Hilton Nordica, húsið opnar kl. 19:45 með fordrykk. - Matseðill að hætti VOX. - Heiðursveitingar. - Skemmtiatriði

Sumarúthlutun OVFÍ 2015 - 31. mar. 2015

Sumarbæklingur Orlofssjóðs VFÍ er kominn á vefinn.


Rafrænt umsóknareyðublað er einnig á vefnum og frestur til að skila inn umsóknum er til 10. apríl 2015.


Sjóðfélagar eru hvattir til að sækja um. Úthlutað er eftir punktastöðu.

Orlofssjóður - páskaúthlutun - 26. feb. 2015

Hægt er að sækja um dvöl í orlofshúsum Orlofssjóðs VFÍ um páska 2015 sem er vika 14 tímabilið 2. til 9. apríl 2015. Í boði eru orlofshús í Árnesi, Hrísum í Eyjarfirði, tvö hús í Hraunborgum, Klapparholt í Borgarfirði, Húsafell og íbúð á Akureyri. Sendur var tölvupóstur til sjóðfélaga. Ekki eru sérstök umsóknareyðublöð en senda skal tölvupóst á lydiaosk@verktaekni.is  Aðeins er hægt að velja eina staðsetningu. Munið að láta fylgja með fullt nafn og kennitölu umsækjanda. Umsóknarfrestur er til 2. mars nk.

Nýjar starfsreglur Sjúkrasjóðs - 4. feb. 2015

Samþykktar hafa verið nýjar starfsreglur fyrir Sjúkrasjóð VFÍ. Efnislegar breytingar eru minni háttar. Markmiðið með breytingunum er að gera reglurnar læsilegri og skýrari. Við hvetjum félagsmenn að fylgja því eftir við vinnuveitanda að greitt sé í sjúkra- eða styrktarsjóði. Aðild að sjóðunum tryggir mikilvæg réttindi.

Aðalfundur 2015 - 2. feb. 2015

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands verður haldinn á Degi verkfræðinnar fimmtudaginn 10. apríl. Tillögur félagsmanna, m.a. vegna stjórnarkjörs, þurfa að berast stjórn félagsins fyrir 15. febrúar.

Kvennanefnd fagnar nýútskrifuðum - 2. feb. 2015

Kvennanefnd VFÍ hélt nýverið svokallað rósaboð til að fagna þeim konum sem luku prófi í verkfræði á árinu 2014. Fjöldi kvenna mætti og átti saman skemmtilega kvöldstund. Rósaboðið er árlegur viðburður á vegum Kvennanefndarinnar. Það er kjörinn vettvangur til að kynnast starfsemi félagsins og stækka tengslanetið.

Orlofsdvöl í vetrarfríum - 6. jan. 2015

Orlofssjóður VFÍ úthlutar þann 12. janúar vetrarfrísvikum grunnskólanna sem eru að þessu sinni fjórar: Vika 6 (tímabilið 5.–12. febrúar), vika 7 (tímabilið 12-19.febrúar) vika 8 (tímabilið 19.-26. febrúar) og vika 9 (26. febrúar - 5. mars).
Úthlutun telst til stigafrádráttar og aðeins er hægt að velja um einn kost hverju sinni, vinsamlegast takið fram vikunúmer og staðsetningu. Orlofshús félagsins eru í Húsafelli, Klapparholti, Hraunborgum og Akureyri. Áhugasamir sendi tölvupóst á netfangið lydiaosk@verktaekni.is