Dagur verkfræðinnar 2016 - 25. mar. 2016

Dagur verkfræðinnar verður haldinn í annað sinn föstudaginn 1. apríl kl. 13 á Hótel Reykjavík Natura (Hótel Loftleiðir). Fyrir liggur fjölbreytt og spennandi dagskrá þar sem fyrirlestrar og kynningar fara fram í þremur opnum sölum. Markmiðið með Degi verkfræðinnar er að kynna verkfræðina, störf verkfræðinga og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga.


Dagur verkfræðinnar var fyrst haldinn í apríl 2015 og þótti takast einstaklega vel.


Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.


Skráning á Dag verkfræðinnar.

Staðan í kjaramálum - 15. mar. 2016

Kynningarfundur um nýjan kjarasamning við FRV verður haldinn mánudaginn 21. mars kl. 17:20 í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. 

Gagnvart Samtökum atvinnulífsins er rétt að líta á lágmarkshækkanir skv. SA-ASÍ kjarasamningi sem eru 6,2% frá 1. janúar 2016 og hann gildir til 2019 með viðbótarhækkunum 2017 og 2018. Jafnframt var samið um hækkanir á framlagi í lífeyrissjóð. Samningurinn hefur áhrif á heildarhreyfingu launa á almenna markaðanum og þar af leiðandi á markaðslaun verkfræðinga.