Námskeið: Að semja um hærri laun - 27. feb. 2017

Námskeið í launaviðtölum. Haldið í Verkfræðingahúsi, mánudaginn 6. mars kl. 9-12. Leiðbeinandi er Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Viðskipta- og hagfræðideild HÍ.

 

Mataræði og heilsa - 23. feb. 2017


Það var mikill áhugi á fyrirlestri Pálma Stefánssonar efnaverkfræðings um mataræði og heilsufar. Pálmi var gestur á Samlokufundi VFÍ og var salurinn þétt setinn.

 Glærur og upptaka eru komnar á vefinn.

Leyfisferli - Leiðir til úrbóta - 16. feb. 2017


Stjórnvöld þurfa að endurskoða leyfisferli framkvæmda og stuðla þannig að skilvirkni og sátt. Þetta kom fram á morgunverðarfundi Verkfræðingafélags Íslands.

Fundurinn var framhald af fundi í nóvember þar sem greindir voru kostir og gallar núverandi leyfisferlis framkvæmda á Íslandi. Glærur frá fundinum eru komnar á vefinn. Streymt var frá fundinum og hér er upptakan.

Leyfisferli framkvæmda - Úrbætur - 15. feb. 2017


Morgunverðarfundur á vegum Verkfræðingafélags Íslands fimmtudaginn 16. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica. Húsið opnar kl. 8:00 með léttum morgunverði. Dagskráin hefst kl. 8:30 og fundi lýkur kl. 10.
Streymi frá fundinum.

 

Fundurinn er framhald af Morgunverðarfundi VFÍ sem haldinn var í nóvember þar sem greindir voru kostir og gallar núverandi leyfisferlis framkvæmda á Íslandi.

Nýtt nám í iðntæknifræði - 13. feb. 2017

Frá og með haustönn 2017 mun Háskóli Íslands í samstarfi við Keili bjóða upp á nýja námslínu í iðntæknifræði fyrir efna- og líftækniiðnað. Á undanförnum árum hefur verið mikill skortur á fólki með tæknitengda háskólamenntun og er námslínunni ætlað að mæta breyttum áherslum í atvinnulífinu og nýjum tækifærum tengdum nýsköpun, þróun og hönnun framleiðsluferla. Upplýsingar um nám í iðntæknifræði.

Löggilding mannvirkjahönnuða - 13. feb. 2017

Námskeið fyrir mannvirkjahönnuði, sem óska löggildingar Mannvirkjastofnunar til að gera aðal- og séruppdrætti sbr. ákvæði 25. og 26.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010,  verður haldið í mars 2017, ef næg þátttaka fæst. Athugið að umsóknarfrestur var framlengdur til 20. febrúar.

Kynningarfundur um orlofsmál - 3. feb. 2017

Kynningarfundur um orlofsmál tæknifræðinga var haldinn í hádeginu í dag. Glærur og upptaka frá fundinum.

Lokað fyrir umsóknir - 1. feb. 2017

Til stóð að opna fyrir umsóknir í sjóði VFÍ í dag, 1. febrúar. Vegna tæknilegra örðugleika verður að fresta því um sinn. Vonast er til að þetta verði komið í lag fyrir helgi. Við biðjumst velvirðingar á þessum óþægindum.