Dagur verkfræðinnar 2017 - 31. jan. 2017

Dagur verkfræðinnar verður haldinn í þriðja sinn föstudaginn 7. apríl á Hilton Reykjavík Nordica. Við leitum til félagsmanna og köllum eftir hugmyndum og tillögum að fyrirlestrum. Einnig viljum við gjarnan fá fleiri félagsmenn í undirbúningsnefndina.

Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. Ábendingar og tillögur vegna Dags verkfræðinnar 2017 má senda með tölvupósti: sigrun@verktaekni.is 


Árlegt Rósaboð Kvennanefndar VFÍ - 30. jan. 2017

Kvennanefnd Verkfræðingafélags Íslands heldur hið árlega Rósaboð fimmtudaginn 2. febrúar næstkomandi kl. 17-19 í sal Verkfræðingafélags Íslands, Engjateigi 9. Konum, sem útskrifuðust með próf í verkfræði eða tæknifræði á árinu 2016, verður færð rós í tilefni áfangans. Félagskonum VFÍ er boðið að fagna þeim nýútskrifuðu og bjóða þær velkomnar í hópinn með þessum táknræna hætti.

Fjármögnun tækni- og þekkingarfyrirtækja - 12. jan. 2017

Á Samlokufundi, fimmtudaginn 26. janúar, munu stofnendur Crowberry Capital fjalla um fjármögnun þekkingarfyrirtækja á fyrstu stigum. Spáð verður í þróun fjármögnunarumhverfisins á Íslandi og einstaka atvinnugreina. Tölulegar staðreyndir viðraðar um fjárþörf, verðmöt og ávöxtunarkröfur.

Tilboð á námskeiðum hjá EHÍ - 10. jan. 2017

Endurmenntun HÍ býður félagsmönnum VFÍ áhugaverð námskeið á 15% afslætti. Nánari upplýsingar um námskeiðin eru á vef Endurmenntunar HÍ.

Sameining VFÍ og TFÍ um áramót - 1. jan. 2017

Um áramótin sameinuðust Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélag Íslands undir heiti þess fyrrnefnda. Vegna sameiningar sjóða félaganna verður ekki hægt að senda inn umsóknir í sjóði félagsins í janúar.  Þessi ráðstöfun var tilkynnt félagsmönnum með tölvupósti 21. desember. Athugið að vef TFÍ verður lokað 2. janúar 2017. Nýr vefur fyrir sameinað félag er í smíðum. Kjaratengdar upplýsingar fyrir tæknifræðinga eru á vef VFÍ. Í því sambandi er rétt að minna á að félögin hafa gert sameiginlega kjarasamninga mörg undanfarin ár.