Félagsskírteini VFÍ

Félagsskírteini - 18. apr. 2017

Þessa dagana er verið að dreifa með pósti nýju félagsskírteini VFÍ.
Fánar VFÍ við hótel Nordica

Metþátttaka á Degi verkfræðinnar - 15. apr. 2017

Dagur verkfræðinnar þótti takast einstaklega vel. Við gerðum stutt myndband til að fanga stemmninguna.

Forseti Íslands flytur ávarp á Degi verkfræðinnar.

Forsetinn á Degi verkfræðinnar - 10. apr. 2017

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson flutti ávarp á Degi verkfræðinnar. Hann lagði meðal annars áherslu á skoðanafrelsi og fullt frelsi til rannsókna.
Mynd frá Úganda

Verkfræðingar fyrir alþjóðlega þróun - 9. apr. 2017

Á morgun verður upphafsfundur fyrir þróunarverkefni í Úganda. Yfirskriftin er Engineers for Global Development og svipar til Lækna á landamæra.

Nemar í HR gera tilraun

Kjarakönnun 2017 - 19. mar. 2017

Kjarakönnun Kjaradeildar VFÍ stendur nú yfir. Við hvetjum félagsmenn til að taka þátt.

Reykjavík Hilton Nordica

Dagur verkfræðinnar 7. apríl 2017 - 17. mar. 2017

Dagur verkfræðinnar verður haldinn í þriðja sinn föstudaginn 7. apríl á Reykjavík Hilton Nordica. Fyrir liggur fjölbreytt og spennandi dagskrá. 

Fundur hjá IDA - 6. mar. 2017

Formaður og framkvæmdastjóri VFÍ áttu nýverið fund með Lotte Ellegaard sviðsstjóra alþjóðasamskipta og vinnumarkaðar hjá IDA, danska verkfræðinga- og tæknifræðingafélaginu. 

Námskeið: Að semja um hærri laun - 27. feb. 2017

Námskeið í launaviðtölum. Haldið í Verkfræðingahúsi, mánudaginn 6. mars kl. 9-12. Leiðbeinandi er Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Viðskipta- og hagfræðideild HÍ.

 

Mataræði og heilsa - 23. feb. 2017


Það var mikill áhugi á fyrirlestri Pálma Stefánssonar efnaverkfræðings um mataræði og heilsufar. Pálmi var gestur á Samlokufundi VFÍ og var salurinn þétt setinn.

 Glærur og upptaka eru komnar á vefinn.

Leyfisferli - Leiðir til úrbóta - 16. feb. 2017


Stjórnvöld þurfa að endurskoða leyfisferli framkvæmda og stuðla þannig að skilvirkni og sátt. Þetta kom fram á morgunverðarfundi Verkfræðingafélags Íslands.

Fundurinn var framhald af fundi í nóvember þar sem greindir voru kostir og gallar núverandi leyfisferlis framkvæmda á Íslandi. Glærur frá fundinum eru komnar á vefinn. Streymt var frá fundinum og hér er upptakan.

Leyfisferli framkvæmda - Úrbætur - 15. feb. 2017


Morgunverðarfundur á vegum Verkfræðingafélags Íslands fimmtudaginn 16. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica. Húsið opnar kl. 8:00 með léttum morgunverði. Dagskráin hefst kl. 8:30 og fundi lýkur kl. 10.
Streymi frá fundinum.

 

Fundurinn er framhald af Morgunverðarfundi VFÍ sem haldinn var í nóvember þar sem greindir voru kostir og gallar núverandi leyfisferlis framkvæmda á Íslandi.

Nýtt nám í iðntæknifræði - 13. feb. 2017

Frá og með haustönn 2017 mun Háskóli Íslands í samstarfi við Keili bjóða upp á nýja námslínu í iðntæknifræði fyrir efna- og líftækniiðnað. Á undanförnum árum hefur verið mikill skortur á fólki með tæknitengda háskólamenntun og er námslínunni ætlað að mæta breyttum áherslum í atvinnulífinu og nýjum tækifærum tengdum nýsköpun, þróun og hönnun framleiðsluferla. Upplýsingar um nám í iðntæknifræði.

Löggilding mannvirkjahönnuða - 13. feb. 2017

Námskeið fyrir mannvirkjahönnuði, sem óska löggildingar Mannvirkjastofnunar til að gera aðal- og séruppdrætti sbr. ákvæði 25. og 26.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010,  verður haldið í mars 2017, ef næg þátttaka fæst. Athugið að umsóknarfrestur var framlengdur til 20. febrúar.

Kynningarfundur um orlofsmál - 3. feb. 2017

Kynningarfundur um orlofsmál tæknifræðinga var haldinn í hádeginu í dag. Glærur og upptaka frá fundinum.

Lokað fyrir umsóknir - 1. feb. 2017

Til stóð að opna fyrir umsóknir í sjóði VFÍ í dag, 1. febrúar. Vegna tæknilegra örðugleika verður að fresta því um sinn. Vonast er til að þetta verði komið í lag fyrir helgi. Við biðjumst velvirðingar á þessum óþægindum.

Dagur verkfræðinnar 2017 - 31. jan. 2017

Dagur verkfræðinnar verður haldinn í þriðja sinn föstudaginn 7. apríl á Hilton Reykjavík Nordica. Við leitum til félagsmanna og köllum eftir hugmyndum og tillögum að fyrirlestrum. Einnig viljum við gjarnan fá fleiri félagsmenn í undirbúningsnefndina.

Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. Ábendingar og tillögur vegna Dags verkfræðinnar 2017 má senda með tölvupósti: sigrun@verktaekni.is 


Árlegt Rósaboð Kvennanefndar VFÍ - 30. jan. 2017

Kvennanefnd Verkfræðingafélags Íslands heldur hið árlega Rósaboð fimmtudaginn 2. febrúar næstkomandi kl. 17-19 í sal Verkfræðingafélags Íslands, Engjateigi 9. Konum, sem útskrifuðust með próf í verkfræði eða tæknifræði á árinu 2016, verður færð rós í tilefni áfangans. Félagskonum VFÍ er boðið að fagna þeim nýútskrifuðu og bjóða þær velkomnar í hópinn með þessum táknræna hætti.

Fjármögnun tækni- og þekkingarfyrirtækja - 12. jan. 2017

Á Samlokufundi, fimmtudaginn 26. janúar, munu stofnendur Crowberry Capital fjalla um fjármögnun þekkingarfyrirtækja á fyrstu stigum. Spáð verður í þróun fjármögnunarumhverfisins á Íslandi og einstaka atvinnugreina. Tölulegar staðreyndir viðraðar um fjárþörf, verðmöt og ávöxtunarkröfur.

Tilboð á námskeiðum hjá EHÍ - 10. jan. 2017

Endurmenntun HÍ býður félagsmönnum VFÍ áhugaverð námskeið á 15% afslætti. Nánari upplýsingar um námskeiðin eru á vef Endurmenntunar HÍ.

Sameining VFÍ og TFÍ um áramót - 1. jan. 2017

Um áramótin sameinuðust Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélag Íslands undir heiti þess fyrrnefnda. Vegna sameiningar sjóða félaganna verður ekki hægt að senda inn umsóknir í sjóði félagsins í janúar.  Þessi ráðstöfun var tilkynnt félagsmönnum með tölvupósti 21. desember. Athugið að vef TFÍ verður lokað 2. janúar 2017. Nýr vefur fyrir sameinað félag er í smíðum. Kjaratengdar upplýsingar fyrir tæknifræðinga eru á vef VFÍ. Í því sambandi er rétt að minna á að félögin hafa gert sameiginlega kjarasamninga mörg undanfarin ár.