Kynning á framlengingu samnings við FRV - 16. apr. 2015

Þriðjudaginn 21. apríl 2015 fer fram kynning og greidd atkvæði um framlengingu kjarasamnings Kjaradeildar VFÍ og Kjarafélags TFÍ við FRV.  

Fundurinn verður að Engjateigi 9, kl. 17:30.

Aðalfundur VFÍ - 14. apr. 2015

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands var haldinn 10. apríl. Á fundinum var tilkynnt um niðurstöður stjórnarkjörs. Ársskýrslan inniheldur skýrslu stjórnar, skýrslur nefna og deilda, reikninga félagsins og sjóða í vörslu þess.

Heiðruð á Degi verkfræðinnar - 13. apr. 2015

Á Degi verkfræðinnar 10. apríl voru þrír verkfræðingar sæmdir heiðursmerki Verkfræðingafélags Íslands. Þau eru Sigurður Arnalds, Sigríður Ágústa Ásgrímsdóttir og Björn Dagbjartsson.

Það er Merkisnefnd VFÍ sem útnefnir þá einstaklinga sem eru sæmdir heiðursmerki félagsins. Merkið má veita í viðurkenningarskyni fyrir vel unnin störf á sviði verkfræði eða  vísinda, fyrir framtak til eflingar verkfræðingastéttinni í heild eða fyrir félagsstörf í þágu verkfræðingastéttarinnar.

Dagur verkfræðinnar - glærur - 11. apr. 2015

Dagur verkfræðinnar var haldinn í fyrsta sinn 10. apríl og þótti takast einstaklega vel en rúmlega 200 manns sóttu ráðstefnu á Hilton Nordica.  Dagur verkfræðinnar verður árviss viðburður og er markmiðið að kynna verkfræðina, störf verkfræðinga og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga.

Á ráðstefnunni voru spennandi og fjölbreyttir fyrirlestrar.

Dagur verkfræðinnar - 10. apríl - 8. apr. 2015

Nú er komið að því! – Læknar eiga Læknadaga, lögfræðingar Lagadag og framvegis munu verkfræðingar eiga Dag verkfræðinnar. Markmiðið með deginum er að kynna verkfræðina, störf verkfræðinga og ekki síst efla tengsl og samheldni  meðal íslenskra verkfræðinga.

Dagskráin hefst kl. 13 á Hilton Nordica með spennandi og fjölbreyttri dagskrá, þar sem fyrirlestrar og kynningar fara fram í tveimur opnum sölum. Aðalfundur VFÍ mun í framhaldi af fyrirlestrunum hefjast kl. 17 í Verkfræðingahúsi við Engjateig,  steinsnar frá Hilton Nordica.

  • Degi verkfræðinnar lýkur með hátíðarkvöldverði á Hilton Nordica, húsið opnar kl. 19:45 með fordrykk. - Matseðill að hætti VOX. - Heiðursveitingar. - Skemmtiatriði