Niðurstöður Kjarakönnunar 2015 - 29. jún. 2015

Niðurstöður kjarakönnunar Kjaradeildar VFÍ 2015 liggja fyrir. Stefnt er að því að fara yfir könnunina á Samlokufundi í september og meðal annars farið yfir þær marktæku breytur könnunarinnar sem tölfræðilíkanið leiðir í ljós. 


Kjarakönnun Kjaradeildar VFÍ 2015.

Þjóðin sem valdi Vigdísi - 26. jún. 2015

Vigdís Finnbogadóttir er heiðursfélagi VFÍ. Við hvetjum félagsmenn að mæta á Arnarhól á sunnudaginn, 28. júní. Þar verður hátíðadagskrá í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá sögulegu kjöri Vigdísar í embætti forseta Íslands. Hátíðin hefst kl. 19:40. Að dagskránni standa Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Háskóli Íslands í samvinnu fjölmarga aðila. Meðal annars félagasamtök sem beita sér fyrir málefnum, sem Vigdísi eru hugleikin, VFÍ er í þeirra hópi. Dagskráin.

Haukur og Hulda unnu golfmótið - 24. jún. 2015

VFÍ og TFÍ héldu golfmót hjóna og para þriðjudaginn 23. júní kl. 13:00. Leikið var með „greensomeˮ fyrirkomulagi og spilaðar aðeins níu holur á Landinu á Korpúlfsstöðum.  Átján hjón og pör tóku þátt eða 36 þátttakendur.
Mótið var skemmtilegt, þátttaka góð og keppnin mjög jöfn og spennandi. Tvö lið voru jöfn í fyrsta sæti á 32 höggum og giltu því sex síðustu skor á  níu holunum. Sigurvegarar voru Haukur Magnússong og Hulda Sigtryggsdóttir.

Golfnefndin óskar vinningshöfum til hamingju með flottan árangur. 

VerkTækni golfmótið 2015 - 18. jún. 2015

Hið árlega golfeinvígi verkfræðinga og tæknifræðinga fer fram föstudaginn 7. ágúst á Grafarholtsvelli.

Mótið er nú haldið í átjánda sinn og er fyrir félagsmenn VFÍ og TFÍ, maka þeirra og aðra gesti. Skráning: Senda póst á netfangið skrifstofa@verktaekni.is

Skrá skal forgjöf allra þátttakenda.

Rýni 2015 Gautaborg - Malmö - 5. jún. 2015

Undirbúningur Rýnisferðar 2015 sem  

farin verður til Gautaborgar og Malmö  21. 25. september er á lokastigi.