Stjórn VFÍ ályktar um skólakönnun - 26. maí 2015

Stjórn Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) hefur sent fjölmiðlum ályktun þar sem vakin er athygli á niðurstöðum stórrar könnunar á vegum OECD um kunnáttu 15 ára nemenda í stærðfræði og raungreinum.

Stjórn VFÍ telur niðurstöðuna óviðunandi fyrir Ísland og mikilvægt að yfirvöld menntamála bregðist við. Í könnuninni er dregið fram samband hagvaxtar og gæða menntunar.

Stjórn VFÍ hefur áður lýst áhyggjum félagsins af stöðu stærðfræði og raungreina í skólakerfinu. Niðurstöður könnunarinnar hljóta að vera mikilvægt innlegg í umræðu um styttingu framhaldsskólans.

Orlofsuppbót 2015 - 24. maí 2015

Samkvæmt kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins á full orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2015 að greiðast 1. júní næstkomandi. Ekki hefur verið samið um fjárhæð uppbótarinnar en ef ósamið verður þann 1. júní þá kemur sama fjárhæð til greiðslu og á síðasta ári, kr. 39.500.

Kjarasamningurinn við Samtök atvinnulífsins er viðmiðunarsamningur á almennum markaði. Athugið að Í kjarasamningi við Félag ráðgjafarverkfræðinga eru ekki ákvæði um að greiða orlofs- eða desemberuppbót, þó eru dæmi um að það sé gert.

Verkfræðingahús - 6. maí 2015

Nú er búið að merkja hús Verkfræðingafélags Íslands að Engjateigi 9. Húsið var byggt 1986 og er skuldlaus eign félagsins. Í húsinu er meðal annars sameiginleg skrifstofa VFÍ og TFÍ og glæsileg félagsaðstaða. Hluti hússins er leigður út og er Lífsverk lífeyrissjóður með aðsetur í Verkfræðingahúsi, einnig Verkefnastjórnunarfélagið og Ský, auk annarra.