Orlofsíbúð á Akureyri - 29. jan. 2016

Vegna mikillar eftirspurnar hefur Orlofssjóður VFÍ tekið á leigu íbúð á Akureyri. Nú eru því tvær íbúðir á Akureyri í boði fyrir sjóðfélaga. Nánari upplýsingar um íbúðina.

Íslenskir verkfræðingar í Danmörku - 27. jan. 2016

Í tilefni af aldarafmæli Dansk-íslenska félagsins á Íslandi verður málþing í Hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 4. febrúar. Yfirskriftin er: Nám og störf Íslenskra verkfræðinga í Danmörku. Allir velkomnir. Dagskráin.

Heimsókn á Keflavíkurflugvöll - 26. jan. 2016

Föstudaginn 29. janúar mun Byggingarverkfræðingadeild VFÍ (BVFÍ) standa fyrir heimsókn á Keflavíkurflugvöll í boði ISAVIA. Allir félagsmenn VFÍ velkomnir en sætaframboð er takmarkað. Skráning er í ferðina og henni lýkur kl. 12 fimmtudaginn 28. janúar.

Rósaboð Kvennanefndar VFÍ 2016 - 18. jan. 2016

Kvennanefnd Verkfræðingafélags Íslands heldur hið árlega Rósaboð fimmtudaginn 28. janúar næstkomandi kl. 17-19 í sal Verkfræðingafélags Íslands, Engjateigi 9. Konum sem útskrifuðust með próf í verkfræði á árinu 2015 verður afhent rós og með þeim táknræna hætti boðnar velkomnar í hópinn. Skráning.

Orlofshús í vetrarfríum - 14. jan. 2016

Nú er hægt að sækja um orlofshús OVFÍ í vetrarfrísvikunum í febrúar. Til að sækja um á að senda tölvupóst til skrifstofunnar. þar sem tekin er fram ósk um staðsetningu og viku eða tímabil. Einnig þarf að fylgja með fullt nafn og kennitala.

Úthlutað verður 19. janúar 2016. Upplýsingar um orlofshúsin.