Tæknidagur 2016 - 11. maí 2016

Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík heldur Tæknidaginn í tíunda sinn föstudaginn 13. maí. Tæknidagurinn er haldin árlega og er gestum og gangandi boðið að kynna sér afrakstur verklegra og hagnýtra námskeiða og það öfluga starf sem unnið er í Tækni- og verkfræðideild HR.


Félagsmenn TFÍ og VFÍ eru sérstaklega boðnir velkomnir.


Dagskrá Tæknidagsins 2016.

Orlofsúthlutun lokið - 10. maí 2016

Orlofsúthlutun OVFÍ  sumar 2016 er lokið. Þeir sem fengu úthlutun í fyrstu umferð höfðu greiðslufrest til miðnættis 5. maí. Frá hádegi 6. maí gátu þeir sem fengu synjun sótt um þær vikur sem ekki gengu út. Gilti þá reglan fyrstur bókar, fyrstur fær. Þann 10. maí var opnað fyrir allar lausar vikur og gildir sama regla; - Fyrstur bókar, fyrstur fær og verður að greiða um leið og bókað er.

Hver sjóðfélagi getur keypt allt að 10 gistimiða á almanaksári, þ.e.a.s ef hann hefur ekki fengið orlofshús  - Athugið að hótelmiðar fást ekki endurgreiddir. Bókunarvefur OVFÍ.