Sumarlokun skrifstofu VFÍ
Skrifstofa VFÍ verður lokuð vegna sumarleyfa 18. júlí - 8. ágúst.
Vinsamlega athugið að skrifstofa Verkfræðingafélags Íslands verður lokuð vegna sumarleyfa frá 18. júlí til 8. ágúst. Þau sem fengu úthlutað orlofshúsum eða - íbúðum eiga að hafa fengið allar nauðsynlegar upplýsingar.
Ef erindi þola ekki bið má hafa samband í síma: 693 6483.
Viðburðir og vetrarúthlutun
Fjölskyldudagur verkfræðinnar. Við stefnum að því að taka upp þráðinn eftir Covid-19 og halda að nýju Fjölskyldudag verkfræðinnar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal sunnudaginn 27. ágúst.
Nú er stefnt að því að halda VerkTækni golfmótið í lok ágúst eða byrjun september. Nánari upplýsingar verða sendar út eftir Verslunarmannahelgi.
Vetrarúthlutun Orlofssjóðs VFÍ. Frá og með þriðjudeginum 9. ágúst kl. 9:00 verður hægt að bóka orlofsvikur næsta vetur. Nánari upplýsingar.
Dagur verkfræðinnar 2022 verður haldinn á Reykjavík Hilton Nordica föstudaginn 21. október kl. 13 - 17. Takið daginn frá!
Háskólinn í Reykjavík og Verkfræðingafélag Íslands standa í sameiningu fyrir ráðstefnunni IMaR 2022 fimmtudaginn 20. október. Þetta er fyrsta ráðstefnan hér á landi um nýsköpun, risaverkefni og áhættu. VFÍ fagnar 110 ára afmæli á þessu ári og er ráðstefnan haldin í tengslum við Dag verkfræðinnar.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla