110 ára afmæli Verkfræðingafélags Íslands

Verkfræðingafélagið var stofnað 19. apríl 1912.

19. apr. 2022

Í ár fögnum við 110 ára afmæli Verkfræðingafélags Íslands - félags verkfræðinga og tæknifræðinga. Afmælisdagurinn er 19. apríl og hafði verið ráðgert að halda afmælishátíð í tilefni dagsins. Óvissa vegna faraldursins setti strik í reikninginn við undirbúning og var ákveðið að minnast afmælisins á Degi verkfræðinnar sem verður 21. október. 

Á Degi verkfræðinnar verður frumsýnt myndband um „sögu, samtíð og framtíð verkfræði á Íslandi". Því er ætlað að vekja athygli, skapa umræður og sýna hvað verkfræðin er margbrotið fagsvið. Myndbandið verður í þremur köflum: Framþróun - Verkfræði á Íslandi/Þverfagleiki - Framtíðaráskoranir/Næstu 110 ár.

Verkfræðingafélag Íslands var stofnað 1912. Verkfræðingum fjölgaði hægt framan af öldinni og voru félagsmenn í VFÍ innan við eitt hundrað árið 1940. Í dag eru félagsmenn VFÍ rúmlega 5000. Tæknifræðingafélag Íslands var stofnað 1960 og voru félagsmenn um 1300 þegar félagið sameinaðist VFÍ þann 1. desember 2016.

Meira um sögu VFÍ.