Aðalfundur 2015

2. feb. 2015

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands verður haldinn á Degi verkfræðinnar fimmtudaginn 10. apríl 2015. Tillögur félagsmanna, m.a. vegna stjórnarkjörs, þurfa að berast stjórn félagsins fyrir 15. febrúar.

Samkvæmt lögum VFÍ fara almennar bréflegar eða rafrænar kosningar fram fyrir aðalfund. Félagsmenn eru hvattir til að gefa kost á sér til stjórnarstarfa.
Áhugasamir sendi tölvupóst til framkvæmdastjóra, Árna B. Björnssonar.

Aðalstjórn. Kosið verður um tvo meðstjórnendur og varameðstjórnanda til tveggja ára.
Úr stjórn eiga að ganga Guðrún A. Sævarsdóttir meðstjórnandi, Sveinbjörn Pálsson meðstjórnandi og Arnór B. Kristinsson, varameðstjórnandi.

Stjórn Kjaradeildar. Kosið verður um tvo meðstjórnendur og varameðstjórnanda til tveggja ára. Úr stjórn Kjaradeildar eiga að ganga: Auður Ólafsdóttir, meðstjórnandi, Kristján Sturlaugsson, meðstjórnandi og Rúnar Svavar Svavarsson, varameðstjórnandi.

Stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi. Kosið verður um meðstjórnanda til tveggja ára og varameðstjórnanda til eins ár. Úr stjórn deildar og stjórnenda og sjálfstætt starfandi eiga að ganga: Davíð Á. Gunnarsson, meðstjórnandi og Gylfi Árnason, varameðstjórnandi.