Stjórn VFÍ ályktar um skólakönnun

Ísland er í 33. sæti.

26. maí 2015

Stjórn Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) hefur sent fjölmiðlum ályktun þar sem vakin er athygli á niðurstöðum stórrar könnunar á vegum OECD um kunnáttu 15 ára nemenda í stærðfræði og raungreinum.

Stjórn VFÍ telur niðurstöðuna óviðunandi fyrir Ísland og mikilvægt að yfirvöld menntamála bregðist við. Í könnuninni er dregið fram samband hagvaxtar og gæða menntunar.

Stjórn VFÍ hefur áður lýst áhyggjum félagsins af stöðu stærðfræði og raungreina í skólakerfinu. Niðurstöður könnunarinnar hljóta að vera mikilvægt innlegg í umræðu um styttingu framhaldsskólans.

Efsta Evrópuþjóðin eru Finnar í 6. sæti og Eistland er í 7. sæti.

Næstu Norðurlandaþjóðir þar á eftir eru Danmörk í 22. sæti og Noregur í 25. sæti.
Ísland er í 33. sæti.

Hlekkur á könnunina.