Samlokufundir og námskeið

3. sep. 2015

Framundan eru tveir áhugaverðir Samlokufundir og námskeið sem vert er að vekja athygli á.

Miðvikudagur 9. september: Samlokufundur á vegum Byggingarverkfræðingadeildar VFÍ (BVFÍ) um flugvallarkosti á höfuðborgarsvæðinu. - Kynning á verkefni sameiginlegs stýrihóps ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group.


Fyrirlesari er Þorsteinn R. Hermannsson samgönguverkfræðingur hjá Mannviti sem var verkefnisstjóri stýrihópsins og starfaði með honum á verktímanum.
Í fyrirlestrinum verður farið yfir grunnforsendur sem stýrihópurinn hafði til grundvallar, kynnt verða þau gögn sem unnin voru af sérfræðingum að beiðni stýrihópsins og niðurstöður fyrir hvert flugvallarstæðanna fimm sem voru til skoðunar.

Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9 kl. 12-13, þann 9. september.
Að venju fá félagsmenn samlokur og drykki án endurgjalds, aðrir greiða sanngjarnt verð fyrir.

Fimmtudagur 17. september: Samlokufundur VFÍ/TFÍ. Kynning á Kjarakönnunum Kjaradeildar VFÍ og Kjarafélags TFÍ. Leiðbeint verður um hvernig er best að lesa úr niðurstöðum og farið yfir þær marktæku breytur könnunarinnar sem tölfræðilíkanið leiðir í ljós.

Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9 kl. 12-13, þann 17. september.
Að venju fá félagsmenn samlokur og drykki án endurgjalds, aðrir greiða sanngjarnt verð fyrir.

Föstudagur 2. október. Námskeið á vegum EHÍ: Blágrænar ofanvatnslagnir - Frá hugmynd að veruleika.

Í námskeiðskynningu segir m.a.: "Ofanvatn í byggð er víða orðið til vandræða og veldur flóðum og mengun í bæjum og borgum, þar sem neðanjarðarveitukerfi og/eða hreinsivirki anna ekki ofanvatninu. Þetta hefur ágerst með öfgafyllra veðurfari, meira úrhelli og hærri sjávarstöðu, sem fylgir loftslagsbreytingum.
Til að snúa vörn í sókn hafa verið þróaðar nýjar leiðir við meðferð ofanvatns sem hafa verið innleiddar víða um heim. Þetta eru svokallaðar blágrænar eða sjálfbærar ofanvatnslausnir (e. sustainable drainage system, low impact drainage system)."

Grein um námskeiðið og kynning á kennurum.

Upplýsingar og skráning.