60 ár liðin frá stofnun Tæknifræðingafélags Íslands
Tæknifræðingafélag Íslands var stofnað 6. júlí 1960.
Tæknifræðingafélag Íslands (TFÍ) var stofnað 6. júlí 1960. Starfsheitið tæknifræðingur hefur verið lögverndað frá 1963.
Þegar TFÍ var stofnað voru félagsmenn 37 talsins. Félagið sameinaðist Verkfræðingafélagi Íslands 1. desember 2016 en þá höfðu félögin rekið sameiginlega skrifstofu um rúmlega tveggja áratuga skeið og unnið saman að kjaramálum. Félagsmenn VFÍ eru nú um 4.600.
Á 50 ára afmæli TFÍ. kom út bókin Tækni fleygir fram. - Tæknifræði á Íslandi og saga Tæknifræðingafélags Íslands. Frumkvöðlar að stofnun félagsins töldu nauðsynlegt að fá til forystu mann sem væri þjóðkunnur, nyti álits og hefði sambönd meðal ráðamanna. Fyrsti formaður félagsins var Axel Kristjánsson framkvæmdastjóri Rafha sem á þeim tíma var eitt þekktasta og vinsælasta iðnfyrirtæki landsins. Aðrir í stjórn voru Sveinn Guðmundsson varaformaður, Baldur Helgason, Sigurður Flygenring og Bernharður Hannesson. Varamenn voru Ásgeir Höskuldsson og Gunnar Þ. Þorsteinsson.
Þann 1. desember 2016 sameinuðust Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélag Íslands undir heiti þess fyrrnefnda. - Verkfræðingafélag Íslands - félag verkfræðinga og tæknifræðinga. Félagsmenn eru um 4.600.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla