Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands
Frestur til að skila inn framboðum og tillögum er til 15. febrúar.
Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl kl. 17:00. Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9.
Samkvæmt félagslögum á að skila framboðum í stjórnir félagsins og tillögum sem leggja á fyrir aðalfund eigi síðar en 15. febrúar.
Kosið verður í aðalstjórn VFÍ, stjórn Kjaradeildar VFÍ, meðal annars í embætti formanns, og stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi í VFÍ.
Félagsmenn eru hvattir til að gefa kost á sér í gefandi og skemmtileg störf fyrir félagið.
Senda á framboð og tillögur til framkvæmdastjóra félagsins Árna B. Björnssonar.
Nánar um stjórnarkjör
Kosning til aðalstjórnar.
Úr stjórn eiga að ganga: Anna Beta Gísladóttir meðstjórnandi og Erlendur Örn Fjeldsted varameðstjórnandi. Því er kosið um meðstjórnanda og varameðstjórnanda til tveggja ára.
Áfram sitja í stjórn: Svana Helen Björnsdóttir formaður VFÍ, Guðrún Sævarsdóttir meðstjórnandi og Þröstur Guðmundsson varameðstjórnandi.
(Sjá 11. grein laga VFÍ um stjórnarkjör).
Kosning í stjórn Kjaradeildar.
Úr stjórn Kjaradeildar VFÍ eiga að ganga: Margrét Elín Sigurðardóttir, formaður, Gunnar Sigvaldason meðstjórnandi, Helga Helgadóttir meðstjórnandi, Einar Halldórsson meðstjórnandi, Lúvísa Sigurðardóttir varameðstjórnandi og Ásdís Sigurðardóttir varameðstjórnandi. Því er kosið um formann Kjaradeildarinnar, þrjá meðstjórnendur og tvo varameðstjórnendur.
Áfram situr í stjórn: Halldór Zoëga.
(Skýring: Margrét og Einar voru kosin til eins árs 2023, ganga úr stjórn vegna reglu um hámarks sex ára stjórnarsetu).
(Sjá 12. grein laga VFÍ um stjórnarkjör Kjaradeildar).
Kosning í stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi.
Úr stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi eiga að ganga Bergþór Þormóðsson meðstjórnandi og Jón M. Guðmundsson varameðstjórnandi. Því er kosið um meðstjórnanda og varameðstjórnanda.
(Sjá 13. grein laga VFÍ um stjórnarkjör Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi).
Dagskrá aðalfundar samkvæmt félagslögum
1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu ári.
2. Reikningar félagsins, þ.m.t. reikninga deilda og sjóða félagsins, fyrir undanfarandi starfsár lagðir fram til samþykkis.
3. Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda.
4. Tillögur félagsstjórnar.
5. Lýst kosningu stjórnar.
6. Kjör endurskoðanda og skoðunarmanns.
7. Lýst kosningu í stjórn Kjaradeildar félagsins.
8. Lýst kosningu í stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi.
9. Laun formanns og stjórnarmanna.
10. Laga- og reglugerðarbreytingar.
11. Önnur mál.
Fréttin var fyrst birt á vefnum 26. janúar 2024 og aðalfundur auglýstur í tölvupóstum til allra félagsmanna.