• Fánar VFÍ við hótel Nordica

Aðalfundur VFÍ 2018

Tillögur félagsmanna þurfa að berast aðalstjórn fyrir 15. febrúar.

26. jan. 2018

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands verður haldinn mánudaginn 16. apríl kl. 17. Tillögur félagsmanna, meðal annars vegna kosninga í stjórnir félagsins, þurfa að berast aðalstjórn VFÍ fyrir 15. febrúar.

Í aðdraganda aðalfundar fara fram kosningar í stjórnir félagsins: Aðalstjórn VFÍ, stjórn Kjaradeildar og stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi.

Aðalstjórn VFÍ
Úr stjórn eiga að ganga Bjarni G.P. Hjarðar, Jóhannes Benediktsson og Sveinbjörn Pálsson. Með nýsamþykktum lagabreytingum munu formenn Kjaradeildar og Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi verða aðalmenn í stjórn í stað þess að hafa einungis áheyrnar- og tillögurétt. Það er því kosið um einn meðstjórnanda í aðalstjórn VFÍ.

Stjórn Kjaradeildar VFÍ
Úr stjórn eiga að ganga meðstjórnendurnir Ólafur Vignir Björnsson og Heimir Örn Hólmarsson. Einnig varamennirnir Helga Helgadóttir og Stefán A. Finnsson. Það er því kosið um tvo meðstjórnendur og tvo varamenn.

Stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi
Úr stjórn eiga að ganga Davíð Á. Gunnarsson meðstjórnandi og Gylfi Árnason varamaður. Það er því kosið um meðstjórnanda og varamann. 

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að gefa kost á sér í gefandi og skemmtileg störf fyrir félagið.

Áhugasamir sendi tölvupóst til Árna B. Björnssonar, framkvæmdastjóra VFÍ.