Aðalfundur VFÍ 2018
Mánudaginn 16. apríl kl. 17.
Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands verður haldinn mánudaginn 16. apríl kl. 17 í Verkfræðingahúsi Engjateigi 9. Sjálfkjörið er í stjórnir félagsins en tillögur fyrir aðalfund og framboð til stjórnar áttu að berast fyrir 15. febrúar.Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Dagskrá aðalfundar
- Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu ári.
- Reikningar félagsins, þ.m.t. reikninga deilda og sjóða félagsins, fyrir undanfarandi starfsár lagðir fram til samþykkis.
- Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda.
- Tillögur félagsstjórnar.
- Lýst kosningu stjórnar.
- Kjör endurskoðanda og skoðunarmanns.
- Lýst kosningu í stjórn Kjaradeildar félagsins.
- Lýst kosningu í stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi.
- Laun formanns og stjórnarmanna.
- Laga- og reglugerðarbreytingar.
- Önnur mál.
Eins og kveðið er á um í reglugerðum kjarasjóða verða þær bornar upp til samþykktar á fundinum. Reglugerðir og starfsreglur sjóða eru á síðu hvers sjóðs fyrir sig á vefnum.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla