• stjorn_vfi

Aðalfundur VFÍ 2020

Aðalfundur VFÍ var haldinn 26. maí.

27. maí 2020

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands 2020 var haldinn 26. maí. Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf, farið yfir skýrslu stjórnar og reikningsskil. Jafnframt var tilkynnt um niðurstöður rafrænna kosninga í stjórnir félagsins sem fóru fram dagana 11. - 18. maí.
Fundargerð aðalfundar verður birt á vefnum þegar hún hefur verið samþykkt.

Ársskýrsla VFÍ 2019 - 2020.

Stjórnarkjör VFÍ tilkynnt á aðalfundi

Í aðdraganda aðalfundar fóru fram kosningar í stjórnir félagsins: Aðalstjórn VFÍ, stjórn Kjaradeildar og stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi. Framboð og tillögur vegna aðalfundar áttu að berast fyrir 15. febrúar. Sjálfkjörið var í stjórn Kjaradeildar og Deildar sjálfstætt starfandi og stjórnenda.

Aðalstjórn VFÍ
Úr stjórn áttu að ganga Jóhannes Benediktsson meðstjórnandi, sem gegnt hefur embætti varaformanns VFÍ, og Anna Beta Gísladóttir varameðstjórnandi. Því var kosið um meðstjórnanda og varameðstjórnanda til tveggja ára.
Í aðalstjórn sitja einnig Hlín Benediktsdóttir, Páll Á. Jónsson formaður Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi, Birkir Hrafn Jóakimsson formaður Kjaradeildar VFÍ og Guðrún Sævarsdóttir, varameðstjórnandi.

Til aðalstjórnar bárust fjögur framboð:
Anna Beta Gísladóttir.
Jóhannes Benediktsson.
Kristján Þorvaldsson.
Þröstur Guðmundsson.

Kosningin var rafræn og fór fram dagana 11. - 18. maí. Fyrirtækið Maskína sá um framkvæmd kosningarinnar.

Niðurstaða:
Anna Beta Gísladóttir 895 61,4% greiddra atkvæða. 
Jóhannes Benediktsson 723 49,6%. 
Kristján Þorvaldsson 226 15,5%. 
Þröstur Guðmundsson 480 32,9%. 

Kjörsókn 33,3%

Anna Beta Gísladóttir var því kosin meðstjórnandi til tveggja ára.
Jóhannes Benediktsson var kosinn varameðstjórnandi til tveggja ára.

Stjórn Kjaradeildar VFÍ
Úr stjórn áttu að ganga Heimir Örn Hólmarsson, Margrét Elín Sigurðardóttir meðstjórnendur og Einar Halldórsson og Helga Helgadóttir, varameðstjórnendur. Það var því kosið um tvo meðstjórnendur og tvo varamenn.

Heimir Örn Hólmarsson meðstjórnandi gaf ekki kost á sér til endurkjörs. 

Niðurstaða:
Helga Helgadóttir, meðstjórnandi til tveggja ára.
Margrét Elín Sigurðardóttir, meðstjórnandi, til tveggja ára.
Einar Halldórsson, varameðstjórnandi, til tveggja ára.
Lúvísa Sigurðardóttir, varameðstjórnandi til tveggja ára.

Stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi
Úr stjórn áttu að ganga Davíð Á. Gunnarsson meðstjórnandi og Bergþór Þormóðsson varamaður. Það var því kosið um meðstjórnanda og varamann.

Báðir gáfu kost á sér áfram og fleiri framboð bárust ekki.

Niðurstaða:
Bergþór Þormóðsson, meðstjórnandi til tveggja ára.
Davíð Á. Gunnarsson, varameðstjórnandi til eins árs.