• Húsið á Engjateigi 9 séð úr lofti.

Aðalfundur VFÍ - ársskýrsla

Aðalfundur VFÍ 2018 var haldinn 16. apríl.

17. apr. 2018

Á fundinum var farið yfir skýrslu stjórnar og reikningsskil. Hvorutveggja ásamt reikningum kjarasjóða er að finna í ársskýrslu félagsins.

Ársskýrsla VFÍ 2017-2018.

Niðurstöður stjórnarkjörs

Í aðdraganda aðalfundar fara fram kosningar í stjórnir félagsins: Aðalstjórn VFÍ, stjórn Kjaradeildar og stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi. Framboð og tillögur vegna aðalfundar áttu að berast fyrir 15. febrúar. 

Aðalstjórn VFÍ
Úr stjórn gengu Bjarni G.P. Hjarðar, Jóhannes Benediktsson og Sveinbjörn Pálsson. Með nýsamþykktum lagabreytingum munu formenn Kjaradeildar og Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi verða aðalmenn í stjórn í stað þess að hafa einungis áheyrnar- og tillögurétt. Það var því kosið um einn meðstjórnanda í aðalstjórn VFÍ.
Eitt framboð barst: Jóhannes Benediktsson.

Stjórn Kjaradeildar VFÍ
Úr stjórn gengu meðstjórnendurnir Ólafur Vignir Björnsson og Heimir Örn Hólmarsson. Einnig varamennirnir Helga Helgadóttir og Stefán A. Finnsson. Það var því kosið um tvo meðstjórnendur og tvo varamenn.
Þau Heimir Örn Hólmarsson meðstjórnandi og Helga Helgadóttir varameðstjórnandi gáfu kost á sér til endurkjörs. Að auki bauð sig fram sem meðstjórnandi, Margrét Elín Sigurðardóttir og Einar Halldórsson sem varameðstjórnandi.

Stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi
Úr stjórn eiga að ganga Davíð Á. Gunnarsson meðstjórnandi og Gylfi Árnason varamaður. Það er því kosið um meðstjórnanda og varamann.
Báðir gáfu kost á sér áfram. Davíð Á. Gunnarsson sem meðstjórnandi, Gylfi Árnason sem varameðstjórnandi.