Áhættumat Hjartaverndar

Styrktar- og Sjúkrasjóðir VFÍ greiða fyrir áhættumatið.

26. okt. 2020

Sjúkra- og styrktarsjóðir VFÍ eru með samning við Rannsóknarstöð Hjartaverndar um að bjóða sjóðfélögum áhættumat og veita fræðslu og beita forvarnaraðgerðum gegn hjartasjúkdómum.

Sjóðirnir greiða fyrir áhættumat hjá Hjartavernd og hvetjum við sjóðfélaga til að nýta þetta tækifæri. Í því felst mikilvæg forvarnaaðgerð. Í Áhættumati Hjartaverndar eru gerðar mælingar á helstu áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma og gert er heildstætt mat á því hverjar líkurnar séu á því að fá hjartasjúkdóm síðar á lífsleiðinni.

Athugið að réttindi í sjóðunum eru háð því að iðgjöld séu í skilum. 

Nánar um Áhættumat Hjartaverndar: https://hjartarannsokn.is/thjonusta/ahaettumat/

Tekið er á móti tímapöntunum í síma 535-1800. Áríðandi er að taka fram þegar tími er pantaður að þetta sé vegna samnings við VFÍ og hvaða sjóð er um að ræða Sjúkrasjóð (almennur markaður) eða Styrktarsjóð (ríki, borg, sveitarfélög).

Upplýsingar um réttindi í sjóðum eru á „Mínum síðum".