Áhugaverð námskeið hjá VFÍ - Afsláttur hjá EHÍ
Námskeið haldin í Verkfræðingahúsi - Afsláttur hjá Endurmenntun HÍ.
Á næstu mánuðum verða áhugaverð námskeið á vegum VFÍ.Námskeið í launaviðtölum. (28. febrúar)
Er gaman í vinnunni? (6. mars)
Hver verður staða mín við starfslok? (4. apríl)
Virkjum kraftinn í streitunni. (16. maí)
Námskeiðin verða öll haldin í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Nánari upplýsingar og skráning.
Afsláttur hjá Endurmenntun Háskóla Íslands
Félagsmönnum í Verkfræðingafélagi Íslands býðst 20% afsláttur af tveimur námskeiðum á vormisseri hjá Endurmenntun. Um er að ræða námskeið í öllum námskeiðsflokkum að undanskildum námskeiðum með erlendum sérfræðingum og námskeiðum sem tilheyra lengra námi. Skráning fer fram á heimasíðu Endurmenntunar. Til að virkja afsláttinn þarf að skrá kóðann SAMSTARFEHI23 í reitinn "Athugasemdir".
Athugið að við skráningu sjáið þið óbreytt námskeiðsverð. Afslátturinn kemur fram á greiðsluseðli.
Hugmyndir varðandi ný námskeið hjá Endurmenntun HÍ fyrir félagsmenn VFÍ má senda á netfangið: tilkynningar@verktaekni.is