• bokakápa

Alþjóðaheilbrigðismál - Ísland til áhrifa

Tilboðsverð fyrir félagsmenn VFÍ.

20. nóv. 2017

Fyrir ári síðan kom út áttunda bókin í ritröð VFÍ: Alþjóðaheilbrigðismál - Ísland til áhrifa. Höfundur bókarinnar er Davíð Á. Gunnarsson verkfræðingur og fyrrum formaður Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Bókin fæst nú á sérstöku tilboðsverði.

Félagsmönnum VFÍ og heilbrigðisstarfsfólki býðst að kaupa bókina á sérstöku tilboðsverði, kr. 4.500.- almennt verð er kr. 5.500.-  

Það þóttu nokkur tíðindi þegar Íslendingur var kjörinn formaður Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar sem hefur risavaxin verkefni um allan heim. Í bókinni segir Davíð frá reynslu sinni og veitir m.a. innsýn í þá miklu valdabaráttu sem fer fram á þessum vettvangi.

bokakápa

Bókin fæst á skrifstofu VFÍ. Einnig er hægt að panta bókina með því að hringja í síma 535 9300 eða senda tölvupóst. 

Á bókarkápu er vitnað í Kristinn Andersen, fyrrv. formann VFÍ: „Í frásögn sinni gefur Davíð áhugaverða sýn frá eigin sjónarhorni inn í stofnanakerfið, hvernig bandalög þátttakenda verða til og hvernig þau taka á sig nýjar myndir eftir því sem vindar blása í heimsmálum og kaupin gerast á eyrinni. Mörg atvik eru spaugileg og eftirminnileg, en sýna jafnframt hvernig hagsmundir og persónuleikdar þátttakenda hafa áhrif á framvindu mála.“ 

Á sama stað er einnig vitnað í Jón Kristjánsson, fyrrum ráðherra: „Bókin er merk heimild um starf stofnunarinnar og bakgrunn á þessum árum. Ekki síður er hún fróðleg heimild um starfs hans og íslenskra embættismanna í heilbrigðiskerfinu að þeim alþjóðlegu verkefnum sem uppi voru. Jafnframt er veitt nokkur innsýn í reynslu hans af þeirri valdabaráttu sem fram fer á þessum vettvangi og fjallað um hin hrikalegu viðfangsefni sem stofnunin glímir við. Það má fullyrða að mikill fengur sé að bókinni fyrir þá sem hafa áhuga á því að fræðast um það mikilvæga svið sem stofnunin starfar á."