• gamli_landspitali

Umsögn um nýja staðarvalsgreiningu

Stjórn VFÍ leggst gegn nýrri staðarvalsgreiningu fyrir þjóðarsjúkrahús.

13. mar. 2018

Stjórn VFÍ hefur skilað inn umsögn um tillögu til þingsályktunar um „óháða, faglega staðarvalsgreiningu fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús." Í umsögninni segir meðal annars:

„Verkfræðingafélag Íslands (VFÍ) tekur undir þau sjónarmið margra fagaðila að bygging nýs Landspítala þoli enga bið. Heilbrigðiskerfi þjóðarinnar er í húfi og leggst stjórn VFÍ gegn tillögunni sem hér um ræðir. Fyrir því má færa mörg rök sem fram hafa komið meðal annars í umsögnum Háskóla Íslands og Landlæknis.
Það er að mati stjórnar VFÍ óraunhæft að ætla að ný staðarvalsgreining taki tvo mánuði, nær væri að tala um tvö ár."

Umsögn stjórnar VFÍ í heild sinni. 
Frétt á vef RUV.