Andlegt heilbrigði á tímum breytinga og óvissu

Vinnustofa í Verkfræðingahúsi 27. maí kl. 13 - 16.

18. maí 2020

Síðustu vikur hefur skrifstofa félagsins liðsinnt félagsmönnum sem hafa misst vinnuna eða þurft að minnka starfshlutfall.

Á tímum sem þessum er nauðsynlegt að huga að andlegri heilsu og vellíðan. Þess vegna höfum við ákveðið að bjóða félagsmönnum að taka þátt í vinnustofu um andlegt heilbrigði á tímum breytinga og óvissu.

Vinnustofa: Andlegt heilbrigði á tímum breytinga og óvissu.

Farið verður yfir áhrif breytinga og óvissu á okkur, hvað það er sem helst þarf að hafa í huga og hvaða tæki og tól við höfum til að bregðast við til að stuðla að andlegu heilbrigði. Vinnustofan mun innihalda bæði fræðslu og verklegar æfingar.

Vinnustofunni stýrir Helgi Héðinsson, sálfræðingur hjá sálfræði- og ráðgjafastofunni Líf og sál.

Vinnustofan verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9, miðvikudaginn 27. maí kl. 13 - 16 og er ókeypis.

Vegna Covid-19 og reglna um fjarlægðarmörk verður að takmarka fjölda þátttakenda.

Skráning er á netfangið: hulda@verktaekni.is

Vinsamlega tilgreinið nafn, netfang og kennitölu.