ANE fagnar 15 ára afmæli - Myndband
Association of Nordic Engineers (ANE) 15 ára.
Þann 15. maí 2022 voru liðin 15 ár frá stofnun ANE (Association of Nordic Engineers). Á Norðurlöndunum er sterk hefð fyrir samstarfi þvert á landamæri. Verkfræðingafélag Íslands varð aðili að ANE í upphafi árs 2018 en hefur um áratugaskeið tekið þátt í starfi Nording og Nil.
Um þátttöku VFÍ í norrænu samstarfi.
ANE er samstarfsvettvangur félaga verkfræðinga og tæknifræðinga í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og öðru af tveimur félögum í Noregi. Hlutverk ANE er að gæta hagsmuna norrænna verkfræðinga og tæknifræðinga bæði innan Norðurlandanna og í alþjóðlegu tilliti. Í dag eru um 500 þúsund félagsmenn í aðildarfélögum ANE.
Nánar um afmæli ANE á vef samtakanna.
Í tilefni af afmælinu var gert myndband með viðtölum við formenn norrænu félaganna.
Afmælismyndband ANE - viðtöl við formenn
- Næsta færsla
- Fyrri færsla