ANE - Mikilvægt að miðla þekkingu
Norrænt samstarf skiptir máli.
Formenn norrænna félaga verkfræðinga og tæknifræðinga segja samvinnu í orkumálum mikilvæga. VFÍ er aðili að ANE (Association of Nordic Engineers). Nýlega birtist grein eftir formenn félaganna um mikilvægi þess að deila þekkingu og þau taka orkumálin sem dæmi.„Norðurlöndin standa framarlega í grænni orku og orkuskiptum. - Dæmi um þetta eru mörg og koma ítrekað fram þegar norrænir verkfræðingar og tæknifræðinar hittast á vettvangi ANE þar sem rætt erum um mikilvægt framlag þessa hóps til framfara og hvernig má finna lausnir á þeim vandamálum sem við blasa í dag." Þar eru orkumálin ofarlega á blaði. „Hvert land fyrir sig mótar sína eigin stefnu í orku- og loftsagsmálum, en við teljum að við getum bætt okkur í að horfa yfir sund, höf og greniskóga, þegar við ætlum okkur að takast á við áskoranir framtíðarinnar." - Og formennirnir vilja að stjórnmálamenn á Norðurlöndunum geri slíkt hið sama og læri af hver öðrum. Þannig geti Norðurlöndin verið í fararbroddi á alþjóðavettvangi, verið fyrirmynd og miðlað af þekkingu sinni á sviði sjálfbærrar orku.
Greinin í heild.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla