• foss_regnbogi

Áríðandi tilkynning vegna COVID-19

Dvöl í orlofshúsum er ekki heimil í sóttkví eða ef grunur er um smit.

13. mar. 2020

Í ljósi ráðlegginga frá sóttvarnalækni vegna útbreiðslu COVID-19 hvetjum við félagsmenn til að nýta sér þjónustu VFÍ í gegnum síma 535 9300 fremur en að mæta á skrifstofuna. Einnig er hægt að nota bein símanúmer starfsmanna eða senda tölvupóst á viðkomandi starfsmann. 

Upplýsingar um netföng og símanúmer starfsmanna VFÍ.  

Mikilvægt er að félagsmenn komi ekki á skrifstofuna sé einhver þeim nákominn veikur eða í sóttkví.
Sjá leiðbeiningar landlæknis.

Hægt er að sækja um alla styrki á  "Mínum síðum".  

Nýting orlofshúsa í ljósi COVID-19

Vegna þeirra aðstæðna sem nú eru í samfélaginu biðjum við félagsmenn okkar að nýta sér ekki orlofshús VFÍ séu þeir veikir eða í sóttkví. 

Stanglega er bannað er að dvelja í orlofshúsunum ef minnsti grunur vaknar um smit eða viðkomandi er í sóttkví.

Gestir eru beðnir um að tilkynna til skrifstofunnar (skrifstofa@verktaekni.is) eða umsjónarmanns (umsjon.vfi@gmail.com) ef minnsti grunur vaknar um smit eftir dvöl í orlofshúsi.