Áríðandi tilkynning vegna COVID-19

Dvöl í orlofshúsum er ekki heimil í sóttkví eða ef grunur er um smit.

6. ágú. 2020

Vegna þeirra aðstæðna sem nú eru í samfélaginu biðjum við félagsmenn okkar að nýta sér ekki orlofshús VFÍ séu þeir veikir eða í sóttkví.

Stanglega er bannað er að dvelja í orlofshúsunum ef minnsti grunur vaknar um smit eða viðkomandi er í sóttkví.

Gestir eru beðnir um að tilkynna til skrifstofunnar (skrifstofa@verktaekni.is) eða umsjónarmanns (umsjon.vfi@gmail.com) ef minnsti grunur vaknar um smit eftir dvöl í orlofshúsi.