• Útskriftarhópur Keilir 2017

Brautskráning tæknifræðinema HÍ og Keilis

VFÍ veitti viðurkenningar fyrir lokaverkefni.

26. jún. 2017

Þetta var í sjötta skipti sem útskrifaðir eru nemendur í tæknifræði frá Keili til B.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands. Tæknifræðinámið í Keili heyrir undir Rafmagns- og tölvuverkfræðideild HÍ. Að þessu sinni útskrifuðust níu nemendur úr mekatróník hátæknifræði og úr orku- og umhverfistæknifræði. Arnlaugur Guðmundsson tæknifræðingur og fulltrúi í Menntamálanefnd VFÍ afhenti viðurkenningar fyrir áhugaverð og vel unnin lokaverkefni. Tvö verkefni hlutu viðurkenningu félagsins.


Áhugaverð og vel unnin lokaverkefni

Ólafur Jóhannsson viðurkenningu fyrir lokaverkefni sitt í orku- og umhverfistæknifræði, sem var hagkvæmnismat á uppsetningu umhverfisvænna orkugjafa fyrir rekstur gistihúsa. Þá fékk Þórir Sævar Kristinsson viðurkenningu fyrir lokaverkefni sitt í mekatróník hátæknifræði. Í verkefninu var hönnuð og unnin hagkvæm lausn að jaðartæki við Flutningsvaka sem er sjálfvirkur búnaður sem skrásetur hvers konar meðhöndlun sem varningur í flutningi verður fyrir, ásamt því að skrá hitastig, þrýsting og rakastig. Þórir hlaut einnig viðurkenningu fyrir góðan námsárangur, með 9,01 í meðaleinkunn.

Tæknifræðinám Háskóla Íslands og Keilis hefst næst í ágúst. Námið er hagnýtt og hentar sérstaklega vel fyrir frumkvöðla og þá sem hafa áhuga á verklegri nálgun í námi og starfi.  

Lokaverkefni viðurkenningar.Arnlaugur Guðmundsson tæknifræðingur og fulltrúi í Menntamálanefnd VFÍ, Þórir Sævar Kristinsson og Ólafur Jóhannsson.